lífið í vinnunni

reynslusaga, hvað finnst ykkur ?

Fór í gær í sjúkraflutning, þurfti að fylgja sjúkl. til Reykjavíkur, við komuna á Bráðamóttökuna á LSH við Hringbraut, var ég innt eftir því af vakthafandi hjúkrunarfræðingi, sem leit á mig,heilsaði ekki, þá meina ég hvorki sjúklingi né fylgdarfólki, "hvort tiltekið lyf hefði verið gefið og hvort hann væri virkilega svo slappur að hann þyrfti að koma". Ég varð bara alveg kjaft stopp, þetta sagði hjúkrunarfræðingur á vakt við mig, yfir sjúklinginn og aðstandanda hans. Hún heilsaði ekki og leit ekki á þau. Mér fannst þetta heldur kaldar kveðjur til fárveiks manns og hans spúsu. En eigingkona sjúklings beið okkar á Bráðamóttökunni. Ég vona að þetta hafi verið undantekningartilfelli í móttöku á Bráðamóttöku LSH við Hringbraut. Ég var með umslag í hendinni og sagðist vera með pappíra fyrir hana,  en hún hafði ekki áhuga á að líta í þá. Sagðist með pirring í röddinni þurfa að finna herb. fyrir sjúklinginn fyrst.

Ég er hrædd um að mér hefði fundist ég óvelkomin sem sjúklingur þarna miðað við þessar móttöku.

Fyrir utan það, þá er þetta ekki ákvörðun sem ég tek né hún. Ég geri fastlega ráð fyrir læknar viðkomandi stofnanna hafi verið búnir að taka sameiginglega ákvörðun um þessa innlögn.

Ég veit að það voru vaktaskipti, en sjúklingar sem koma á þeim tíma eiga líka rétt á þjónustu.

Það sem er létt pirrandi líka er að við sem komum í sjúkraflutningabílnum, 2 sjúkraflutningamenn, og 1 hjúkrunarfræðingur, vorum ekki virt viðlits.  Við þurftum að fara og leita að fólki við komuna. Sjúklingur var búinn að vera með súrefni alla leiðina og með lífsmarkamæli í gangi. Við vorum ekki einu sinni spurð hvernig líðanin hafði verið á leiðinn. Það vill svo til að eiginkona viðk. sjúklings er líka hjúkrunarfræðingur og ég lét henni í té þær upplýsingar um líðan sjúklingsins sem hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku hefði átt að hafa  áhuga á að vita.

Ég held að viðkomandi starfsmaður hjúkrunarfræðingur eða ei, hefði ekki viljað fá þessar móttökur.

Vonandi stendur þetta allt til bóta á nýja hátæknisjúkrahúsinu, þar verður að sjálfsögðu nóg af starfsfólki og engur tekur pirraður á móti manni og finnst sjúklingar til óþurftar á sjúkrahúsum.

bless, bless í bili

Laufey

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

laufeyogsteina

Höfundur

Laufey
Laufey

Frábær hjúkrunarfræðingur 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...061125_0009
  • Í vetri og sól
  • Mona Lisa í Covent Garden
  • Og svo eina náttúrumynd
  • breið bros

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband