úti á landi

Jææja, loksins komin í gang aftur að skrifa.

En hef staðið í búferlaflutningum , vinnuskiptum og koma börnum í nýjan skóla o.s.fr.. Þetta er búið að vera miklu erfiðara en  ég hélt það yrði. Hér á vesturlandi er nátturulega aðeins meiri vetur en í Reykjavík og ég hélt ég yrði bara alveg spinnigal í mars út af veðrinu. En hér blés af norðri og snjóaði eða var vitlaust rok og rigning annan hvern dag.

Fékk ágætis íbúð hérna að ég hélt þar til ég steig í poll eitt kvöldið í óveðrinu, þegar ég kom inn í svefnherbergið. Það sýndi sig svo þegar það ringdi hressilega þá lak á nokkrum stöðum í íbúðinn, hún var líka frekar illa einangruð og hefur loftað ansi vel í blæstrinum hérna, hef verið að kynda vel og ekki alltaf dugað til, svaf eina nóttina í flíspeysu , náttfötum og ullarsokkum. 

Hélt ég yrði hreinlega að skrifa mig inn á minn fyrrverandi vinnustað í Reykjavík, þ.e. geðdeildina.  Hefur nú eigandi íbúðarinnar lofað öllu fögru um að laga allt þetta í sumar, byrjuðu í apríl að skoða skemmdir á þakinu, og eftir það byrjaði að leka á nýjum stað í íbúðinni í næstu rigningu, en þar sem ekki kom pollur og handkæðið tók vel við vætunni þótti þetta ekkert tiltökumál. Er núna þakklát fyrir alla daga sem ekki rignir mikið. Bíð bara spennt eftir að húsið verði klætt og þakið lagað. 

Var enda laust að skoða íbúðir og villur á spáni á hinum og þessum netsíðum fyrstu þrjá manuðina hér og munaði ekki miklu að ég gerði mig að öreiga með offjárfestingum á spáni, taldi mér trú um að þetta væri bara pís of keik að kaupa húsnæði þar. En svo fór veðrið að lagast og þá gufuðu spánardraumarnir upp (í bili).

En ég hélt geðheilsunni sem betur fer.   Nú er  sólin búin að skína í marga daga í röð og þrátt fyrir blástur er þetta bara orðið nokkuð gott, sumarið á leiðinni. Og húsið að þorna held ég bara.

kveð í bili

laufey 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

laufeyogsteina

Höfundur

Laufey
Laufey

Frábær hjúkrunarfræðingur 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...061125_0009
  • Í vetri og sól
  • Mona Lisa í Covent Garden
  • Og svo eina náttúrumynd
  • breið bros

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband