Fögur er vor fósturjörð

Jæja

Nú er þessari dvöl að ljúka í þessu landi, núna hugsa ég'''' Fer sko ekki að heiman næstu mánuði, ætla bara vera heima á Íslandi og vinna,hitta fjölskylduna mína og vini og ekkert annað. Undarlegt er það hve maður saknar heimalandsins, ef maður fer af skerinu smástund. Svo sennilega ekki fyrr komin heim er maður segir. Það er alltaf svo kalt og ógeðslegt hér á landinu.

Samt var þetta mjög skemmtileg ferð, hitti systur mína sem ég hef ekki hitt í nokkur ár og hennar fjölskyldu. Verið viðstödd allt mögulegt. Samt finnst mér maður hafa takmarkaða ferðagetu hér í U.S.A ef maður er ekki með bíl og social ferðafélaga að þvælast um allt.

Maður fær líka innsýn í það hvað maður er heppin að búa á Íslandi, þótt það sé kalt, dimmt og drungalegt yfir veturinn. Miklu frjálsari með alla skapaða hluti. Börn geta verið úti að leika sér á daginn. Maður fær ekki æðiskast ef maður missir sjónar af þeim í búðum, hér er það þannig að þeim getur verið hreinlega stolið af einhverjum perverta á næsta augnabliki.

Systir mín hleypir mér ekki einni út að kveldi til, ekki einu sinni út í búð. Hún segir að manni geti bara verið rænt. Mér finnst þetta nú fulllangt gengið á köflum, en hún hlýtur að vita þetta eftir að hafa búið hér í fjölda ára. Allavega frábær heimsókn.

Næst á dagskrá er að fara að rétta sig af tímalega séð. Það er 6 tíma munur, legg af stað á morgun en verð samt ekki komin fyrr en á fimmtudagsmorgunin til Íslands.

Hlakka til að sjá ykkur öll.

Kveðja

Steina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

maður fær allt aðra innsýn á klakann eftir langa dvöl erlendis

Ólafur fannberg, 29.11.2006 kl. 08:03

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Það er líka æðislegt að búa í Svíaríki...  Það var ótrúlegt stress á Íslandi, sem maður finnur ekki jafn mikið fyrir hér úti. En síðan á ég kannski ekki að vera að tjá mig nokkuð um hvernig það er að búa á Íslandi, ég var unglingur þegar ég flutti þaðan og hef því ekki hugmynd um það hvernig er að búa þar með "ábyrgð"

Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.11.2006 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

laufeyogsteina

Höfundur

Laufey
Laufey

Frábær hjúkrunarfræðingur 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...061125_0009
  • Í vetri og sól
  • Mona Lisa í Covent Garden
  • Og svo eina náttúrumynd
  • breið bros

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband