snjór, snjór, snjór eða hvað

Var hér í gær í vinnu til átta um kvöldið, þegar ég kom heim gerði ég 650 magaæfingar (jibbí) finnst ég strax líta betur út. Var svo þreytt á eftir að ég sofnaði fyrir tíu um kvöldið. Vaknaði síðan í nótt þá var brjálað veður og ég hélt að þakið myndi fjúka af húsinu, það gerði það ekki sem betur fer. Rafmagnið fór reyndar en ég var þá aftur svifin inn í draumalandið. Og verst af öllu þá svaf ég svo yfir mig vaknaði ekki fyrr en  korter yfir átta í morgun. Þegar ég leit út var allt hvítt, það reyndar fór síðan að leysast upp eftir því sem leið á morguninn og allt horfið af jafnsléttu um ellefu leytið.

Í vinnunni er allt með kyrrum kjörum og magakveisan i rénun, sem betur fer. Hef ekki smitast sjálf ennþá og vona að ég sleppi.

Hér er verið á fullu í sláturgerð og sat ég við vambarsaum hér gær, hér voru tekin 60 slátur og nóg sem þarf að sauma. Er ekki viss um að það sé tekið slátur á hjúkrunarheimilum í stórborginni Reykjavík. Hemilismenn hér hafa tekið þátt í þessu og má líta á þetta sem hluta af iðjuþjálfun heimilisins, en það liðkar jú fingurna þó axlirnar verði stirðar. Ég þarf líklegast að finna upp góðar axlaræfingar í næsta leikfimistíma, já, já ég þarf að sjá um leikfimisæfingar heimilisfólks tvisvar í viku.

Þetta er ágætis tilbreyting frá hinni vinnunni sem ég sinni á LSH.

Elsku Steina, þetta venst að setja í  og taka út linsur. Þú verður orðin fullbefær eftir nokkra daga.Hugsaðu bara um öll sólgleraugun sem þú getur keypt!!!

Jamm og jæja nóg í dag Laufey

 


pest,pest

Jæja, hér er ekkert lát á pest, veikist hver af öðrum. Það er örugglega bara tímaspursmál hvenær maður leggst sjálfur.

Búið að vera hífandi rok hér, ekki verið hægt að opna glugga hvað þá að fara út. Eitthvað að lægja í dag.  Er hálf einmana þar sem að Jakob varð eftir í bænum. Var sofnuð um tíu í gærkveldi. En það góða er að ég kem allavega úthvíld í bæinn.

Fór í leikfimi í gær, finn að það eru ýmsir vöðvar til í skrokknum sem ég hef greinilega ekki notað mjööög lengi, ekki laust við að harðsperrur séu að láta á sér kræla.

bæ í bili


Linsuleit

 

Mánudagur, helgin búin. Hún var barasta nokkuð góð, var boðin út í fínan dinner á laugardagskvöldinu með skemmtilegu fólki og labbað smávegis um miðbæ Reykjavíkur, sem ég hélt reyndar á tímabili að væri ekki Reykjavík. Slagsmál á öðru hverju götuhorni,dauðadrukkið fólk (engillin ég var að sjálfsögðu edrú með spæjaraaugu og fordæmdi lýðinnSvalur) Var sem sagt ekki viss á tímabili hvort ég væri í Harlem NY eða Reykjavík. Komst heim með dyggri aðstoð borðfélagana. Annars erum við Laufey nátturulega mjög svalar í allri vörn, því við erum með næstum því diplómagráðu sjálfsvörn, menntaðar af LSH.

Annars er það að frétt af deginum í dag, að ég dreif mig í augnverlsum og fékk mér linsur í augun,fór í mælingu,mátun og miklar pæingar og labbaði út með þessar fínu linsur í augunum, EN SVO þegar ég kom í vinnuna og átti að fara að lesa hvað ég ætti að gera í mínu góða starfi, vandaðist málið ég gat ekki lesið á miðann. Og ekki gat ég tekið úr mér linsurnar, mér fannst ég svo smart gleraugnalaus, fékk lánuð lesgleraug. Svo þegar heim kom og átti taka þær úr mér,fann ég þær ekki í augnum, en eftir mikla leit fann ég þær og gat hent. Vonandi verður þetta nú ekki alltaf svona. Gengur betur næst.

Hér er hið ágætasta veður eins og alltaf í höfuðborginni og mér finnst nú að meðbloggarinn minn ætti nú að fara drífa sig suður í blíðuna, ekkert að vera þvælast þarna fyrir vestan, þótt hún sé Farandhjúkrunarfræðingur.

Nú skal haldið á vit svefnsins,linsu og gleraugnalaus.


Helgin

Jæja, komst aftur á Reykhóla í gærkveldi. Það var ansi tregt að koma sér af stað. Og var ekki komin hingað fyrr en á miðnætti.

Það var vitlaust veður á leiðinni og versnaði bara eftir því sem vestar dró. Ekki mjög skemmtilegt að keyra alein í myrkrinu.

Það var ansi stíf helgin, byrjaði strax á fimmtudagskvöldið hitti  tvær vinkonur mínar,ein var að koma frá Danmörku. Við sátum á sumbli og þurftum að tala til hálf fjögur um nóttina.  skóli bæði föstudag og laugardag allan daginn, og sem gefur að skilja var ég ekki mjög hress á föstudags morguninn. Hjálpaði síðan vinkonu minni að þrífa íbúð sem hún var að flytja í á föstudagskvöldið ekki komin heim fyrr en hálf tvvö um nóttina. Pínu þreytt á laugardagsmorgunninn í skólanum, en það gleymdist fljótt hjá skemmtilegum fyrirlesara og í hlutverkaleikum í skólanum.

Fór síðan á laugardagskvöl út að borða í boði yndislegra herra, og á smá rölt í miðbænum á eftir. Mjög gaman og helgin leið fljótt. Hér á Reykhólum er hífandi rok og held barasta að rjúpurnar séu foknar burtu.

Er hér ein núna, Jakob minn gafst upp á þessu og sagðist vera með heimþrá og vildi vera hjá Pabba sínum.

Hér er að ganga mjög skemmtileg niður og uppgangspest og heimilið lyktar eftir því. Skemmtileg byrjun á vikunni, verð að fara að vinna.

bæ í bili.

 


Skókringlan

 

Well, nú er komið að manni að skrifa af hjartans lyst. Engin sakamál í gangi hér sem þarf að leysa, dagurinn svo eitthvað venjulegur. Bara vinna og rölt í Kringlunni í skóleit (eins og maður hafi nú ekki fengið nóg í landi skóanna Spáni). Og viti menn nú eiga allar konur á Íslandi að vera eins klæddar til fótanna, allar skóbúðir í Kringlunni eru pakkaðar af leðurstígvélum, svo konur tökum höndum saman og klæðumst stígvélum. Enga lásí vetrarskó takk. Þetta leiddi nú hugann að því hvort allar konur á Íslandi geti ekki verið smart til fótanna nema að vera NÁKVÆMLEGA EINS BÚNAR. Hugsum þetta konur, viljum við ekki vera smá sérstakar hverjar á sinn hátt.

Laufey mín, enga leti og haltu áfram skólalestrinum og engar sakamálasögur, enga spennu. Bara setja rúllur í hárið og fara snemma að sofa til að allar Hollywood myndir verði eins og sú sem ég er að reyna setja inn núna.

 


dagur 2 í sveitinni

Jæja þá er upprunninn nýr dagur í sveitinni, nóg að gera í vinnunni og hef ekki haft tíma til að fá heimþrá ennþá. Fer í bæinn á fimmtudag  þarf að mæta í skólann á föstudag og laugardag. Er mikið búin að pæla í heimaverkefninu mínu og er bara engu nær, finn að ég er einhvernveginn ekki tilbúin að fara gera vísindaskýrslu , skil varla hvað er verið að meina. En trúlega hefur heilinn í mér ekki jafnað sig eftir áfengisneyslu undanfarnar vikur!!! Kannski hafa einhverjar mikilvægar heilafrumur dáið í þessari utanlandsferð. Bíð og vona að þetta jafni sig og kannski kviknar ljós á fyrirlestrunum um helgina. Ég hef einhvernveginn ekki fundið mig í því að lesa námsbækur heldur verið að lesa sakamálasögur, sem krefst ekki neins af mér nema að njóta góðrar sögu. Nóg í bili, reyni að koma myndunum mínum á netið um helgina.

Sá að Steina hafði sett inn myndir, (reyndar bara tvær, þeirri þriðju eyddi ég þar sem ég leit út eins og norn), vonandi getur hún sett inn fleiri. Og þá Steina mín mundu, bara Hollywood myndir af mér takk fyrir.

 


fyrstu skrifin

Jæja þá erum við búnar að gera bloggsíðu, við ætlum að reyna að koma myndunum frá spáni inn á síðuna við fyrsta tækifæri. Þar sem við erum báðar ekkert sérstaklega vel að okkur í tölvumálum þá gæti það tekið tíma.

Ég er nú að vinna í sveitinni á Reykhólum og er með svæsna heimþrá, en það hlýtur að lagast fljótlega. Hér er mjög friðsælt ekki er umferðarhávaðinn að drepa mann hér, heldur vaknar maður bara með jarm í eyrunum. Sunnudagamaturinn aldrei langt undan, reyndar er jólamaturinn (þ.e. rjúpan) alltaf að þvælast hér fyrir utan hús, og þar sem ekki má skjóta rjúpur í bænum ,þá var ég að hugsa hvort ég gæti sótt um vistunarmat fyrir þær og tekið þær í háf inn á hjúkrunarheimilið. Það myndi spara mér smápening í desember. 

 Fór í sund í gærkveldi og sundlaugin hér er mjög fín, ekki spillti fyrir ánægjunni að horfa síðan á norðurljósin á leiðinni heim.

kveðja í bili Laufey


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Um bloggið

laufeyogsteina

Höfundur

Laufey
Laufey

Frábær hjúkrunarfræðingur 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...061125_0009
  • Í vetri og sól
  • Mona Lisa í Covent Garden
  • Og svo eina náttúrumynd
  • breið bros

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband