Færsluflokkur: Bloggar
20.10.2006 | 21:31
Fyrirmyndarhúsmóðir
Jæja þá er maður komin í sinn gamla gír, orðin húsmóðir og tveggja barna amma. Svo mikið að gera í þvottum, húsverkum,matseld og barasta að vera til fyrirmyndar i heimilsstörfum. Ekkert flakk næstu daga hvorki í Kópavog né Grafarvog.
Heldur er haldið sig í sínu gamla hverfi og nálægt nýkomna hjúkrunarfræðingnum sem er búin að gera allt vitlaust þarna fyrir vestann og þegar hún er óróleg getur hún bara skondast yfir í kaffisopa eða kamillute til að róa sig. En ég hugsa nú að ég þarf ekki að vera svona fullkomin nema í 4 daga í viðbót, þá er það komið fyrir næsta ár. Enda skal haldið úr landi eftir þetta mikla verk. Keypt bara pínulítið af fötum, ekki mikið, kannske svona 5 buxur, 2 leðurstígvél, 10 boli og 2 kápur.
Gott að vita að hún Laufey er komin til síns heima og fara að gera vísindalegar tilraunir i skóla,vinnu og í hinu daglega lífi.
Ég vona bara að hún skipi mér ekki of mikið fyrir í vinnunni, best að halda sér á hinum enda gangsins. Hún verður svo hyperactiv, það verður gott að fá hana.
Vona samt að ég geti nú aðeins kíkt á heiminn fyrir utan, þrátt fyrir miklar annir í heimilsverkunum.
Jæja farið nú að setja eitthvað skemmtilegt á síðuna ekki bara lesa, vera lifandi.
Best að henda í eina vél enn, og skúra yfir gólfin
Kveðja
Hin fullkomna ígripahúsmóðir
Steina
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2006 | 17:28
Komin heim
Jæja, loksins komin heim. Var 3 tíma á leiðinni, helvítis rok alla leiðina. Var frekar framlág í morgun þar sem rauðvínskvöldið dróst til kl. 05:30 og mætti að sjálfsögðu svo of seint í morgun. Var á fullu fram til kl. 12 og fór svo af stað.
Það var mikið talað í nótt um allt og ekkert, og farið að verða svolítið röfl í restina. En alltaf gaman að fá sér rauðvín og osta með góðu fólki.
Skrifaði eitt skammarbréf til sveitastjórans út af móttöku minni á Reykhólum og kvartaði undan launamálunum, fæ trúlega ekki vinnu aftur þarna. En hvað um það, fékk mikið hrós frá öllum á HG í Búðardal og beðin að koma sem fyrst aftur. Er ekki alveg tilbúin að fara hugsa mér til hreyfings aftur í bili.
Á morgun er það síðan skólinn aftur, fyrirlestur um gerð vísindaskýrslu?????
Á mánudag er það síðan geðslega deildin mín og það verður svoooooo gaman að koma aftur í vinnuna.
Eigið þið öll góða helgi
Laufey
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.10.2006 | 20:08
Síðasta kvöldið á Reykhólum, J'IBB'I
Loksins er komið að því, fer heim á morgun. Er mjög glöð að þetta sé búið, hef þó alveg unað mér í vinnunni í hinum ýmsu verkefnum sem glöggt hefur komið fram í mínum skrifum. Hlakka til að koma í gömlu vinnuna mína aftur.
Þetta er búið að vera langur og strangur dagur í dag, vakinn af símanum kl. 05.00 í morgun vegna veikinda á heimilinu, þegar ég var rétt að sofna aftur hringir síminn aftur vegna sama máls. Þá var kl. orðin hálf sjö og ekki tók því að sofna aftur. Var síðan að í vinnunni til kl. 18.00 í dag að ganga frá ýmsum málum fyrir brottför.
Er búin að pakka og fara með hluta af dótinu út í bíl, bara það allra nauðsynlegasta eftir í íbúðinni.
Ætla að leggja í smá rauðvínsdrykkju með vinnufélögunum í kvöld, svo dagurinn á morgun verður kannski líka strembinn. En hvað með það? Það verður örugglega gaman.
bless í bili. Laufey
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.10.2006 | 14:03
Enn af vinnandi konu á Reykhólum sem leitar jólakærasta
Ekki voru viðbrögðin eins og ég óskaði við færslunni í gær. No comment , einu góðu ráðleggingarnar til að ná sér í jólakærasta komu frá henni Steinu, enda sönn vinkona. Steina mín, þó hann sé að fara til Tenerife um jólin þá kannski færðu einhverja sæta jólagjöf!!
Hér silast dagarnir áfram, eða ég kannski bara svona óþolinmóð að komast heim??
Var að horfa aðeins á Ísland í bítið og sá trailer úr Mýrinni, hlakka til að fara í bío að sjá hana, trailerinn var alla vega góður. Og svo er hann Ingvar bara unaðslegur að horfa á.
Var að horfa á nýtt líf í gær, það var nú soldið gaman að sjá allar gömlu greiðslurnar, klæðnaðinn og bara hvernig allir voru. Nokkuð raunsæ lýsing á verbúðarlífi held ég. En ekki entist ég yfir allri myndinni, gafst upp þegar myndin var hálfnuð.
Sá að Steina var búin að setja in fallegar landslagsmyndir úr sveitinni, já það er fátt sem toppar íslenskt landslag.
jæja hopp og hej, þarf að fara að vinna aftur bless í bili
laufey
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.10.2006 | 13:39
jólakærasti óskast ?????
Já, það er víst betra að vera svona í fyrra fallinu fyrir þessi jól, það er að segja ef ég ætla að finna jólakærasta. Held að Steinu gangi þetta eitthvað betur og er hún tímanlega fyrir jólin í þessu, en hún hefur eitt töluverðum tíma í Kópavogi s.l. vikur hmmmmm!!
Ef þið hafið einhverjar tillögur um það hvernig hægt væri að finna jólakærasta þá endilega látið mig vita, ég mun skoða allar tillögur og taka þær alvarlega. En ég hef reynt ýmislegt undanfarin ár og ekkert hefur gengið (sob,sob).
Nóg um þetta, hér silast tíminn áfram og þó ég leggi mig alla fram um að taka þátt í aðhlynningu, ræstingum, og þvotti hér við þessa virðulegur stofnun finnst mér tíminn líða ansi hægt. Er búin að lesa núna 2 Agöthu Christie bækur, önnur um Miss Marple og hin um Monsjúr Poirut (örugglega ekki rétt skrifað). Alltaf klassik að lesa hennar sakamálasögur. Eitthvað gengur treglega að koma sér að því að lesa skólabækurnar. Glugga frekar í Andrés Önd syrpur en að lesa skólabækur. Tel að hægt sé að læra heilmikið af Andrés Önd, hann kemst upp með að vera mjög latur oft á tíðum en tekst alltaf að sjá fyrir Rip, Rap og Rup fyrir því. Síðan á hann yndislega kærustu sem þolir honum allt. Strákar hún Andrésína hlýtur að vera draumakærasta! Eða hvað? Síðan lendir Andrés alltaf í einhverjum skemmtilegum ævintýrum og oft er það fyrir tilstilli Jóakims frænda, sem missir aldrei trúna á því að Andrési takist einhvern tíma eitthvað. Já, ég hef upplifað mörg ævintýri með Andrési undanfarin kvöld.
Jæja, nóg af bulli og þvaðri í bili.
kveðja Laufey
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.10.2006 | 00:48
Hvar á ég heima????
Einhvern tímann vissi ég að ég ætti fast heimili hér í Reykjarvíkurborg, eitthvað virðist það hafa skolast til og er búin í öðrum hluta bæjarins síðustu daga í góðu yfirlæti,sannkallaðir dekurdagar og þar af leiðandi ekki verið mikið í tölvunni. e
Enn eru myndamálinn í ólestri, en nú fer minn betri helmingur að komast í bæinn og þá lægir nú veðrinu þarna fyrir vestan. Verður örugglega alltaf logn um allt land á sunnudögum, er alveg viss um það.
Var þvílíkt góð og róleg um helgina, vann og skikkaði fólk til að fara sofa á guðlegum tíma þessa helgi.
Hafið það öll sem allra best
Kveðja
Steina
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2006 | 09:13
vinna,vinna
jæja, keyrði á Reykhóla í gær, lagði af stað úr bænum um fimmleytið. Það versnaði bara veðrið eftir því sem vestar dró. Og í Svínadalnum var kolklikkað veður, snjókoma úr öllum mögulegum áttum, og hífandi rok. Hélt ég myndi fjúka útaf, ekki hefði verið hægt að sekta mig fyrir of hraðan akstur þá því ég silaðist áfram á 40 km. hraða með hjartað í halsinum og púls uppá 140 (það gæti hafa verið vegna þynnku líka). Ég var semsagt þrjá og hálfan tíma á leiðinni komin á Reykhóla um hálf níu um kvöldið. Ætli það sé eitthvað lögmál um slæm veður á Sunnudögum? Það hefur allavega fylgt mér eftir að ég kom hingað. Þá byrjar ný vinnuviku og síðasta vikan hér, hlakka mikið til að bara vera heima hjá mér. Er að hugsa um að mála og taka aðeins í gegn hjá mér.
Fór á Torvaldssen á laugardagskvöldið og sætu strákarnir þar voru held ég bara líka síðast þegar ég fór þangað, einhvern tíma í sumar. Held svei mér þá að það sé bara alltaf sama liðið á jamminu.
Skemmti mér vel og dansaði helling.
Er að vinna í því að koma myndunum á vefinn en það gengu eitthvað hægt. Er ekki nettengd hérna og hef ekki gefið mér tíma þegar ég er heima til að gera það. En þetta er allt í vinnslu.
Eigið þið góðan dag í dag.
Laufey
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.10.2006 | 20:41
ó Reykjavík,ó Reykjavík mín yndisfagra borg
Hrikalega væmin fyrirsögn, en samt svona leið mér í dag. Er loksins komin heim í litlu íbúðina mína, yndislegt. Nóg að gera í dag í vinnunni og ekki krefst allt háskólamenntunar. Þreif öll wc deildarinnar á 40 mín þar sem ræstitæknirinn var í fríi. Er bara nokkuð góður ræstitæknir líka þó ég segi sjálf frá.
Stoppaði í Búðardal á leiðinni heim og heimsótti Heilsugæsluna þar var fámennt en góðmennt, fékk mér kaffi og súkkulaði. Þegar ég var að kaupa súkkulaðið hitti ég eina af mínum bestu vinkonumí kauffélaginu, sem var búin að eiða góðum klukkutíma í að gramsa í búðinni, en í kauffélaginu í Búðardal fæst allt milli himins og jarðar. Kallinn hennar var hálf mæðulegur og sagði að þau hefðu bara ætlað að taka pissupásu.
Þar sem heppnin eltir mig þessa dagana þá þurfti ég endilega að hitta lögregluna á leiðinni og notaði hún tækifærið og sektaði mig fyrir of hraðan akstur, sem sagt tekin á 125 km hraða. Vona bara að ég missi ekki prófið, hvar liggja eiginlega mörkin????
Var mjög fúl og neitaði alfarið að tjá mig eitthvað af viti við lögregluna, en ihugaði að ljúga og segjast hafa verið á leið í vitjun!!!!!
Jæja skóli á morgun og þá fæ ég að vita allt um sókratískar samtalsaðferðir, þarf víst eitthvað að reyna líta í bók í kvöld. Ætla út að jamma annað kvöld og verð líklega á Torvaldsen að taka út sætu strákana.
Vildi að ég hefði verið á footloose í gær, hefði örugglega dillað mér í sætinu líka.
hafið það gott öll sömul
Laufey
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2006 | 11:11
Takturinn
Er enn í Footlose takti síðan í gærkveldi, fór sem sagt á söngleikinn með barnabörnin, er ekki viss hvort amman eða börnin skemmt sér betur, fór aftur í tímann og dillaði mér óspart i sætinu. Minningar um þegar maður var með hárbandið og glansbuxurnar og dansaði upp á borðum á böllum, auðvitað sagði ég nú ekki barnabörnunum frá því. Sumt þarf ekkert að vita um ömmur annað er þær eru fyrirmynd, að vísu ekki í ruggustól prjónandi nú til dags. Sem sagt mjög gaman.
Svo nú fer í sumarbústað með stuðtaktinn og hef það gott.. Og Laufey ekki glopra niður þessum nýuppgötuðum magavöðvum. Því bráðum förum við á magadansnámskeið og þá er fínt að hafa þá í lagi.
Annars var ég að lesa á mbl.is að mannkynið myndi deyja út eftir einhver nokkur þúsund ár, svo nýtum tíman vel á þessari jörð og verum glöð og ekki flækja lífið að óþörfu. Veljum það besta úr lífinu og einmitt brosum aðeins.
Jæja sveitinn bíður og góð bók.
Á meðan mun sveitahjúkkan fræðast um Sókrates who???
Hafið það öll sömun það gott.
Kveðja
Steina
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2006 | 10:48
enn af hjúkku í sveitinni
Jæja, nú rann upp þessi dýrðardagur, jibbíiiii það er logn, hægt að fara aðeins út í dag. Magakveisan virðist að mestu yfirstaðin og ég hef ekkert veikst, sem betur fer.
Er farin að spennast upp fyrir því að skreppa til Reykjavíkur um helgina, ætla að fara á morgun eftir vinnu. Hlakka til að hitta strákana mína, hef saknað þeirra dáldið mikið.
Síðan er það skólinn á laugardaginn, það verður örugglega skemmtilegt , eru að fara læra um Sókratískar samtalsaðferðir. Þetta er gáta dagsins fyrir ykkur sem lesa síðuna mína. Hvað eru Sókratískar samtalsaðferðir ? He, he, gaman að sjá hvort einhver svör koma.
Var í leikfimi í gær og gerði síðan auka nokkur hundruð magaæfingar eftir að ég kom heim. Ekki er ég nú farin að sjá neina six pack ennþá, en mér er tjáð að það taki vikur jafnvel mánuði, veit ekki hvort ég nenni því svo lengi, svo virðist þetta allt auka svo mikið matarlystina. Mínir six pack eru sem sagt undir nokkra cm lagi af vel einangrandi lagi svo kallaðrar fitu. Og það eru ekki líkur til að hún minnki hér á Reykhólum, en maturinn hér í eldhúsinu á hjúkrunarheimilinu er mjöööög góður. Enda hef ég borðað eftir því.
Bið að heilsa ykkur öllum, njótið lífsins og verið glöð.
Laufey
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
laufeyogsteina
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar