11.7.2007 | 00:05
enn fyrir vestan
Er bara ordin nokkuð sátt bæði í vinnu og prívat lífinu eftir þessa flutninga. Það er reyndar ekki enn búið að klæða húsið, né gera við þakið. Var með tjáð í vinnunni að eigandinn væri víst eitthvað nískur og myndi ööörugglega ekki gera þetta neitt á næstunni. Vil alltaf trúa því góða um alla og held bara að hann geri þetta á allra næstu dögum, enda aldrei neitt nema almennilgeg heitin þegar minnst er á þetta. Hann hefur reyndar boðið mér flotgalla og regnhlíf og fannst mér það frekar svona kannski flókið að þurfa vera alltaf þannig klædd hérna heima ef rignir, og afþakkaði allavega i bili. Vona bara að hann klári þetta fyrir veturinn.
Er búin að reyna fá annað leigt en það hefur ekki gengið eftir ennþá. En maður veit aldrei hvenær það breytist.
Mikið búið að ræða giftingar í vinunni, eftir þessa helgi þar sem margir vildu gifta sig 07.07.07 voru víst einhverjir búnir að panta kirkju en ekki enn búnir að finna makann, mér finnst það alveg makalaust. Var að íhuga hvort ég ætti að hafa góðan fyrirvara á mér og setja sotla pressu á mig (sko til að finna kærasta ) og panta 07.09.13 , það eru nokkur ár í það, og maður myndi kannski einbeita sér betur að þessum málum hm, hm,
Veit bara ekki hvaða kirkju ég ætti að velja, hef reyndar alltaf litist vel á Háteigskirkju, en þar heldu strákarnir mína að hringjarinn frá Notre Dame ætti heima. Veit ekki til þess að hann hafi nokkuð verið þar en það var krúttaralegt að þeir skildu halda það. Já, ég held bara að Háteigskirkja yrði fyrir valinu, vonandi er hægt að gera þetta þó svo maður hafi ekki nafnið á makanum ennþá.
Jæja nóg af þessu þvaðri, ætla reyna fara sofa.
góða nótt
Laufey
Um bloggið
laufeyogsteina
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tilkynning til alla blogg-vini!
Ég ætla að vera smá hallærislegur og senda mína tillögu um betra blogg til vefstjóra blogg.is. því vill ég spyrja þig um að kíkja á þetta rugl mitt og segja þína skoðun með því að kjósa á vinstri dálk. Ef þú ert búinn að kjósa eða hefur engan áhuga á þessu… þá skil ég þig.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.7.2007 kl. 17:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.