fyrstu skrifin

Jæja þá erum við búnar að gera bloggsíðu, við ætlum að reyna að koma myndunum frá spáni inn á síðuna við fyrsta tækifæri. Þar sem við erum báðar ekkert sérstaklega vel að okkur í tölvumálum þá gæti það tekið tíma.

Ég er nú að vinna í sveitinni á Reykhólum og er með svæsna heimþrá, en það hlýtur að lagast fljótlega. Hér er mjög friðsælt ekki er umferðarhávaðinn að drepa mann hér, heldur vaknar maður bara með jarm í eyrunum. Sunnudagamaturinn aldrei langt undan, reyndar er jólamaturinn (þ.e. rjúpan) alltaf að þvælast hér fyrir utan hús, og þar sem ekki má skjóta rjúpur í bænum ,þá var ég að hugsa hvort ég gæti sótt um vistunarmat fyrir þær og tekið þær í háf inn á hjúkrunarheimilið. Það myndi spara mér smápening í desember. 

 Fór í sund í gærkveldi og sundlaugin hér er mjög fín, ekki spillti fyrir ánægjunni að horfa síðan á norðurljósin á leiðinni heim.

kveðja í bili Laufey


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey

Hér er hinn helmingur að blogga frá höfuðborginni og að stíga sín fyrstu skref í bloggi. Engar rjúpur eru hér á flakki heldur barasta grár og kaldur þriðjudagur. Allavega miðað við hvar tvíeykið laufeyogsteina hafa verið síðastliðnar vikur. Vorum eins og drottningar í 30 stiga hita á Spánarströndum. Reyndar er einn og einn köttur hér að þvælast sem hægt væri að kippa inn fyrir dyrnar í staðinn fyrir rjúpurnar. Það er verið að vinna í myndamálunum og borgarbarnið Steina ætlar að lesa sig sveitta um málið í kvöld og jafnvel gæti orðið fæðing úr þessu. En útvíkkun er ennþá 14 svo langt er í þetta.

Þetta kemur.

Kveðja

Steina

Laufey , 3.10.2006 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

laufeyogsteina

Höfundur

Laufey
Laufey

Frábær hjúkrunarfræðingur 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...061125_0009
  • Í vetri og sól
  • Mona Lisa í Covent Garden
  • Og svo eina náttúrumynd
  • breið bros

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband