Helgin

Jæja, komst aftur á Reykhóla í gærkveldi. Það var ansi tregt að koma sér af stað. Og var ekki komin hingað fyrr en á miðnætti.

Það var vitlaust veður á leiðinni og versnaði bara eftir því sem vestar dró. Ekki mjög skemmtilegt að keyra alein í myrkrinu.

Það var ansi stíf helgin, byrjaði strax á fimmtudagskvöldið hitti  tvær vinkonur mínar,ein var að koma frá Danmörku. Við sátum á sumbli og þurftum að tala til hálf fjögur um nóttina.  skóli bæði föstudag og laugardag allan daginn, og sem gefur að skilja var ég ekki mjög hress á föstudags morguninn. Hjálpaði síðan vinkonu minni að þrífa íbúð sem hún var að flytja í á föstudagskvöldið ekki komin heim fyrr en hálf tvvö um nóttina. Pínu þreytt á laugardagsmorgunninn í skólanum, en það gleymdist fljótt hjá skemmtilegum fyrirlesara og í hlutverkaleikum í skólanum.

Fór síðan á laugardagskvöl út að borða í boði yndislegra herra, og á smá rölt í miðbænum á eftir. Mjög gaman og helgin leið fljótt. Hér á Reykhólum er hífandi rok og held barasta að rjúpurnar séu foknar burtu.

Er hér ein núna, Jakob minn gafst upp á þessu og sagðist vera með heimþrá og vildi vera hjá Pabba sínum.

Hér er að ganga mjög skemmtileg niður og uppgangspest og heimilið lyktar eftir því. Skemmtileg byrjun á vikunni, verð að fara að vinna.

bæ í bili.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

laufeyogsteina

Höfundur

Laufey
Laufey

Frábær hjúkrunarfræðingur 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...061125_0009
  • Í vetri og sól
  • Mona Lisa í Covent Garden
  • Og svo eina náttúrumynd
  • breið bros

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband