Linsuleit

 

Mánudagur, helgin búin. Hún var barasta nokkuð góð, var boðin út í fínan dinner á laugardagskvöldinu með skemmtilegu fólki og labbað smávegis um miðbæ Reykjavíkur, sem ég hélt reyndar á tímabili að væri ekki Reykjavík. Slagsmál á öðru hverju götuhorni,dauðadrukkið fólk (engillin ég var að sjálfsögðu edrú með spæjaraaugu og fordæmdi lýðinnSvalur) Var sem sagt ekki viss á tímabili hvort ég væri í Harlem NY eða Reykjavík. Komst heim með dyggri aðstoð borðfélagana. Annars erum við Laufey nátturulega mjög svalar í allri vörn, því við erum með næstum því diplómagráðu sjálfsvörn, menntaðar af LSH.

Annars er það að frétt af deginum í dag, að ég dreif mig í augnverlsum og fékk mér linsur í augun,fór í mælingu,mátun og miklar pæingar og labbaði út með þessar fínu linsur í augunum, EN SVO þegar ég kom í vinnuna og átti að fara að lesa hvað ég ætti að gera í mínu góða starfi, vandaðist málið ég gat ekki lesið á miðann. Og ekki gat ég tekið úr mér linsurnar, mér fannst ég svo smart gleraugnalaus, fékk lánuð lesgleraug. Svo þegar heim kom og átti taka þær úr mér,fann ég þær ekki í augnum, en eftir mikla leit fann ég þær og gat hent. Vonandi verður þetta nú ekki alltaf svona. Gengur betur næst.

Hér er hið ágætasta veður eins og alltaf í höfuðborginni og mér finnst nú að meðbloggarinn minn ætti nú að fara drífa sig suður í blíðuna, ekkert að vera þvælast þarna fyrir vestan, þótt hún sé Farandhjúkrunarfræðingur.

Nú skal haldið á vit svefnsins,linsu og gleraugnalaus.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

laufeyogsteina

Höfundur

Laufey
Laufey

Frábær hjúkrunarfræðingur 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...061125_0009
  • Í vetri og sól
  • Mona Lisa í Covent Garden
  • Og svo eina náttúrumynd
  • breið bros

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband