snjór, snjór, snjór eða hvað

Var hér í gær í vinnu til átta um kvöldið, þegar ég kom heim gerði ég 650 magaæfingar (jibbí) finnst ég strax líta betur út. Var svo þreytt á eftir að ég sofnaði fyrir tíu um kvöldið. Vaknaði síðan í nótt þá var brjálað veður og ég hélt að þakið myndi fjúka af húsinu, það gerði það ekki sem betur fer. Rafmagnið fór reyndar en ég var þá aftur svifin inn í draumalandið. Og verst af öllu þá svaf ég svo yfir mig vaknaði ekki fyrr en  korter yfir átta í morgun. Þegar ég leit út var allt hvítt, það reyndar fór síðan að leysast upp eftir því sem leið á morguninn og allt horfið af jafnsléttu um ellefu leytið.

Í vinnunni er allt með kyrrum kjörum og magakveisan i rénun, sem betur fer. Hef ekki smitast sjálf ennþá og vona að ég sleppi.

Hér er verið á fullu í sláturgerð og sat ég við vambarsaum hér gær, hér voru tekin 60 slátur og nóg sem þarf að sauma. Er ekki viss um að það sé tekið slátur á hjúkrunarheimilum í stórborginni Reykjavík. Hemilismenn hér hafa tekið þátt í þessu og má líta á þetta sem hluta af iðjuþjálfun heimilisins, en það liðkar jú fingurna þó axlirnar verði stirðar. Ég þarf líklegast að finna upp góðar axlaræfingar í næsta leikfimistíma, já, já ég þarf að sjá um leikfimisæfingar heimilisfólks tvisvar í viku.

Þetta er ágætis tilbreyting frá hinni vinnunni sem ég sinni á LSH.

Elsku Steina, þetta venst að setja í  og taka út linsur. Þú verður orðin fullbefær eftir nokkra daga.Hugsaðu bara um öll sólgleraugun sem þú getur keypt!!!

Jamm og jæja nóg í dag Laufey

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

laufeyogsteina

Höfundur

Laufey
Laufey

Frábær hjúkrunarfræðingur 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...061125_0009
  • Í vetri og sól
  • Mona Lisa í Covent Garden
  • Og svo eina náttúrumynd
  • breið bros

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband