12.10.2006 | 10:48
enn af hjúkku í sveitinni
Jæja, nú rann upp þessi dýrðardagur, jibbíiiii það er logn, hægt að fara aðeins út í dag. Magakveisan virðist að mestu yfirstaðin og ég hef ekkert veikst, sem betur fer.
Er farin að spennast upp fyrir því að skreppa til Reykjavíkur um helgina, ætla að fara á morgun eftir vinnu. Hlakka til að hitta strákana mína, hef saknað þeirra dáldið mikið.
Síðan er það skólinn á laugardaginn, það verður örugglega skemmtilegt , eru að fara læra um Sókratískar samtalsaðferðir. Þetta er gáta dagsins fyrir ykkur sem lesa síðuna mína. Hvað eru Sókratískar samtalsaðferðir ? He, he, gaman að sjá hvort einhver svör koma.
Var í leikfimi í gær og gerði síðan auka nokkur hundruð magaæfingar eftir að ég kom heim. Ekki er ég nú farin að sjá neina six pack ennþá, en mér er tjáð að það taki vikur jafnvel mánuði, veit ekki hvort ég nenni því svo lengi, svo virðist þetta allt auka svo mikið matarlystina. Mínir six pack eru sem sagt undir nokkra cm lagi af vel einangrandi lagi svo kallaðrar fitu. Og það eru ekki líkur til að hún minnki hér á Reykhólum, en maturinn hér í eldhúsinu á hjúkrunarheimilinu er mjöööög góður. Enda hef ég borðað eftir því.
Bið að heilsa ykkur öllum, njótið lífsins og verið glöð.
Laufey
Um bloggið
laufeyogsteina
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hummm,Sókratííísar samtalsaðferðir er það ekki bara að tala við Sókrates og segja honum hversu frábær heimspekingur hann hafi verið.
Hef samt grun um í æsingi og söknuði þínum eftir strákunum þínum og stelpu að þú þurfir að beita þessari Sókraaðferð. Er ekki hissa á að þú gerir six+six pack æfingar í sveitinni. Betra en sláturgerð allavega. Er glöð að geta svarað þessari Sókraspurningu.
Bestu kveðjur
Steina
Laufey , 12.10.2006 kl. 17:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.