13.10.2006 | 20:41
ó Reykjavík,ó Reykjavík mín yndisfagra borg
Hrikalega væmin fyrirsögn, en samt svona leið mér í dag. Er loksins komin heim í litlu íbúðina mína, yndislegt. Nóg að gera í dag í vinnunni og ekki krefst allt háskólamenntunar. Þreif öll wc deildarinnar á 40 mín þar sem ræstitæknirinn var í fríi. Er bara nokkuð góður ræstitæknir líka þó ég segi sjálf frá.
Stoppaði í Búðardal á leiðinni heim og heimsótti Heilsugæsluna þar var fámennt en góðmennt, fékk mér kaffi og súkkulaði. Þegar ég var að kaupa súkkulaðið hitti ég eina af mínum bestu vinkonumí kauffélaginu, sem var búin að eiða góðum klukkutíma í að gramsa í búðinni, en í kauffélaginu í Búðardal fæst allt milli himins og jarðar. Kallinn hennar var hálf mæðulegur og sagði að þau hefðu bara ætlað að taka pissupásu.
Þar sem heppnin eltir mig þessa dagana þá þurfti ég endilega að hitta lögregluna á leiðinni og notaði hún tækifærið og sektaði mig fyrir of hraðan akstur, sem sagt tekin á 125 km hraða. Vona bara að ég missi ekki prófið, hvar liggja eiginlega mörkin????
Var mjög fúl og neitaði alfarið að tjá mig eitthvað af viti við lögregluna, en ihugaði að ljúga og segjast hafa verið á leið í vitjun!!!!!
Jæja skóli á morgun og þá fæ ég að vita allt um sókratískar samtalsaðferðir, þarf víst eitthvað að reyna líta í bók í kvöld. Ætla út að jamma annað kvöld og verð líklega á Torvaldsen að taka út sætu strákana.
Vildi að ég hefði verið á footloose í gær, hefði örugglega dillað mér í sætinu líka.
hafið það gott öll sömul
Laufey
Um bloggið
laufeyogsteina
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.