vinna,vinna

jæja, keyrði á Reykhóla í gær, lagði af stað úr bænum um fimmleytið. Það versnaði bara veðrið eftir því sem vestar dró. Og í Svínadalnum var kolklikkað veður, snjókoma úr öllum mögulegum áttum, og hífandi rok. Hélt ég myndi fjúka útaf, ekki hefði verið hægt að sekta mig fyrir of hraðan akstur þá því ég silaðist áfram á 40 km. hraða með hjartað í halsinum og púls uppá 140 (það gæti hafa verið vegna þynnku líka). Ég var semsagt þrjá og hálfan tíma á leiðinni komin á Reykhóla um hálf níu um kvöldið. Ætli það sé eitthvað lögmál um slæm veður á Sunnudögum? Það hefur allavega fylgt mér eftir að ég kom hingað. Þá byrjar  ný vinnuviku og síðasta vikan hér, hlakka mikið til að bara vera heima hjá mér.  Er að hugsa um að mála og taka aðeins í gegn hjá mér. 

Fór á Torvaldssen á laugardagskvöldið  og sætu strákarnir  þar voru held ég bara líka síðast þegar ég fór þangað, einhvern tíma í sumar. Held svei mér þá að það sé bara alltaf sama liðið á jamminu.

Skemmti mér vel og dansaði helling.

Er að vinna í því að koma myndunum á vefinn en það gengu eitthvað hægt. Er ekki nettengd hérna og hef ekki gefið mér tíma þegar ég er heima til að gera það. En þetta er allt í vinnslu.

Eigið þið góðan dag í dag.

Laufey


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Been here!

Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.10.2006 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

laufeyogsteina

Höfundur

Laufey
Laufey

Frábær hjúkrunarfræðingur 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...061125_0009
  • Í vetri og sól
  • Mona Lisa í Covent Garden
  • Og svo eina náttúrumynd
  • breið bros

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband