Enn af vinnandi konu á Reykhólum sem leitar jólakærasta

Ekki voru viðbrögðin eins og ég óskaði við færslunni í gær. No comment ,  einu góðu ráðleggingarnar til að ná sér í jólakærasta komu frá henni Steinu, enda sönn vinkona.  Steina mín, þó hann sé að fara til Tenerife um jólin þá kannski færðu einhverja sæta jólagjöf!!

Hér silast dagarnir áfram, eða ég kannski bara svona óþolinmóð að komast heim??

Var að horfa aðeins á Ísland í bítið og sá trailer úr Mýrinni, hlakka til að fara í bío að sjá hana, trailerinn var alla vega góður. Og svo er hann Ingvar bara unaðslegur að horfa á. 

Var að horfa á nýtt líf í gær, það var nú soldið gaman að sjá allar gömlu greiðslurnar, klæðnaðinn og bara hvernig allir voru. Nokkuð raunsæ lýsing á verbúðarlífi held ég. En ekki entist ég yfir allri myndinni, gafst upp þegar myndin var hálfnuð.

Sá að Steina var búin að setja in fallegar landslagsmyndir úr sveitinni, já það er fátt sem toppar íslenskt landslag.

jæja hopp og hej, þarf að fara að vinna aftur bless í bili

laufey


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey

Eru ekki svona ca.about 56 tímar eftir í sveitinni.

Ókei ég skal bara gefa´þér sæta jólagjöf fyrst ég kom ekki með raunhæfar tillögur um jólakærasta. Jújú, og meir að segja að fara einn rúnt um bæinn og tékka fyrir jól. Það hlýtur að vera jólasveinn einhversstaðar.

Vinnufélagar þínir voru einnig mjög hugmyndasnauðir er ég sagði þeim frá þessum skorti, en engar tillögur bárust. Gjörsamlega flatt þetta fólk. Hlakka til að sjá þig sunnan heiða.

Kveðja

Steina

Laufey , 19.10.2006 kl. 00:13

2 Smámynd: Laufey

Og satt er það að Ingvar sé unaðslegur að horfa á og jólalegur,hlakka líka til að sjá myndina.

Laufey , 19.10.2006 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

laufeyogsteina

Höfundur

Laufey
Laufey

Frábær hjúkrunarfræðingur 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...061125_0009
  • Í vetri og sól
  • Mona Lisa í Covent Garden
  • Og svo eina náttúrumynd
  • breið bros

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband