20.10.2006 | 21:31
Fyrirmyndarhúsmóðir
Jæja þá er maður komin í sinn gamla gír, orðin húsmóðir og tveggja barna amma. Svo mikið að gera í þvottum, húsverkum,matseld og barasta að vera til fyrirmyndar i heimilsstörfum. Ekkert flakk næstu daga hvorki í Kópavog né Grafarvog.
Heldur er haldið sig í sínu gamla hverfi og nálægt nýkomna hjúkrunarfræðingnum sem er búin að gera allt vitlaust þarna fyrir vestann og þegar hún er óróleg getur hún bara skondast yfir í kaffisopa eða kamillute til að róa sig. En ég hugsa nú að ég þarf ekki að vera svona fullkomin nema í 4 daga í viðbót, þá er það komið fyrir næsta ár. Enda skal haldið úr landi eftir þetta mikla verk. Keypt bara pínulítið af fötum, ekki mikið, kannske svona 5 buxur, 2 leðurstígvél, 10 boli og 2 kápur.
Gott að vita að hún Laufey er komin til síns heima og fara að gera vísindalegar tilraunir i skóla,vinnu og í hinu daglega lífi.
Ég vona bara að hún skipi mér ekki of mikið fyrir í vinnunni, best að halda sér á hinum enda gangsins. Hún verður svo hyperactiv, það verður gott að fá hana.
Vona samt að ég geti nú aðeins kíkt á heiminn fyrir utan, þrátt fyrir miklar annir í heimilsverkunum.
Jæja farið nú að setja eitthvað skemmtilegt á síðuna ekki bara lesa, vera lifandi.
Best að henda í eina vél enn, og skúra yfir gólfin
Kveðja
Hin fullkomna ígripahúsmóðir
Steina
Um bloggið
laufeyogsteina
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.