21.10.2006 | 14:08
laugardagur til lukku, eða hvað????
Er búin að fara í skólann í dag, hélt á tímabili að ég væri bara að skilja allt sem fjallað var um. En svo fóru að renna á mig tvær grímur þegar líða tók undir lok og útskýringarnar á vísindaskýrslunni urðu flóknari, og flóknari. Var alveg hætt að geta einbeitt mér og geispaði út í eitt, og hugsanirnar fóru á eithvað flökt um allt annað. Þarf víst að hafa hraðar hendur á því áð útvega mér eitthvað fórnarlamb til að taka í tilraunameðferð í HAM og mæla einhvert vandamáli. Er einhver sem þarf að losna undan oki kvíða, fælni, áráttu eða þráhyggju þá er ég rétta manneskjan til að hafa samband við en engin garantí fyrir lækningu.
Er búin að gera dauðaleit á biblíunni minni (dagbókinni) en hún finnst ekki og ég veit ekkert hvernig ég var búin að plana framtíðina, hve margar aukavaktir ég var búin að skrifa mig á , eða hve margar ég er búin að vinna til að fylgjast með því að ríkið borgi mér það sem mér ber, hvenær ég á fara í skólann, fara með börnin til tannlæknis, og svo framvegis æ,æ,æ, hvílik mæða.
Ahhhhhh...... nú kviknaði ljós, bókin hin heilaga hefur kannski dottið úr veskinu á síðasta jammi, vert að rannsaka það nánar.
Sé að steina er búin að laga síðuna, líst bara vel á þetta. Loksin mynda af okkur eins og strik, hef alltaf viljað vera svona grönn (he,he,) en finnst hárið í minnsta lagi þarna á þessum tveim.
Það var yndislegt að sofa í sínu eigin rúmi í nótt, og vakna svo úthvíld klukkan sjö í morgun.
Jæja ætla að fara og sækja Jakob minn, sem hefur saknað mömmu sinnar mikið. Róbert er að fara í afmæli og ætlar að koma seinna, það er byrjuð pínu svona unglingaveiki í honum og hann er ekkert endilega sína mömmu það of oft að hann sé mömmustrákur. Þarf að skreppa til dótturinnar með skúringargræjur, en það hefur ekki verið efst á forgangslistanum hjá henni að kaupa það eftir að hún fór að búa sjálfstætt.
síðasti sumardagu í dag hmmm eða er fyrsti vetrardagur í dag, hvort sem er þá er það frekar dapurlegt að eiga allan veturinn framundan, langar aftur til spánar. Jæja það er kannski bara að einbeita sér að markmiðinu sem sett var fram í síðustu viku "jólakærasta". En hægt þokar í þeim málum.
get bara ekki hætt þessu þvaðri greinilega, jæja ætla bara að vista þessa vitleysu og drífa mig út
bæ í bili Laufey
Um bloggið
laufeyogsteina
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.