Rólegheit.

 

Það er kominn fyrsti vetrardagur og veturinn framundan, hvernig skyldi hann nú verða. Það sér maður næsta vor þegar bloggið kemur undan vetri og maður sjálfur (guð má vita hvað maður verður búin að gera þá af sér). Hversu duglegt fólkið verður nú að halda lífi í þessu hjá okkur. Frumvörp til breytingar eru alltaf vel þegnar, verða ekki teknar til annarar umræðu eins í þinginu, heldur gert eitthvað í málinu strax. Þannig leggst þessi vetur í mig, gera hlutina strax og hafa gaman af.

Fór í dag í Heiðmörkina með krakkana, þvílík paradís sem hún er allstaðar jafnfallegt. Var samt hrædd um að villast þar, rata ekki að bílnum aftur. Er nefnilega soldið illa áttuð, bara á suður,vestur,norður og austur. Ekki á annað í lífinu. Þetta reddaðist með hjálp barnana, eins og börnum er títt, vissu þau alveg hvert ætti að fara upp eða niður brekku. Eftir labbið settumst við niður og fengum okkur nesti.

Einn faðirinn hafði drifið sig í að baka skonsur og smurt handa okkur. Snilldarbakari, en ekki á lausu dömur mínar, þessu var úðað í sig og haldið áfram að labba í þessu yndislega veðri sem var i dag. Sól eins og á alltaf að vera á veturnar.

Ég heyri að Laufeyju gengur vel vísindalega séð í skólanum. Hún kom við í kaffi og svo var slúðrað smávegis. Var tiltölulega róleg eftir volkið þarna vestra. Mætti samt senda ítrekun á bréfið til sveitastjóra og fleiri (ég slepp held ég) eftir 2 daga finnst mér. Kvöldinu skyldi varið fyrir framan bloggið, enn sem komið er engin útúrdúr, en nóttin er ung (og köld).

Það er samt soldið slæmt fyrir hana að vita ekki hvað hún ætti að gera á morgun, spurning að fara að leita bókarinnar og þræða leiðina fyrir hana, sem hún fór síðustu helgi. Maður veit ekki nema að hún gleymi að mæta á vakt, og hvað gerir maður þá það verður ekki höfuðlaus her, heldur hjúkkulaust staff og það verður allt geðveikt (black húmor). Það verður að gera eitthvað í þessu.

Svo blogg lesendur hafið augu og eyru opin, ef svarta bókin finnst eða ykkur finnst vera talað um að mæta með ókunnug börn til tannlæknis, einhver ætlar á x-vakt sem er ekki einu sinni hjúkka, sem sagt stöndum sameinuð.

Stofnum leitarflokkinn SVARTA BÓKIN (er reyndar hvít í verunni).

Njótið vetrarins verum glöð.

Farin að slaka á í húsmæðrastressinu, góðs viti.

Steina


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

laufeyogsteina

Höfundur

Laufey
Laufey

Frábær hjúkrunarfræðingur 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...061125_0009
  • Í vetri og sól
  • Mona Lisa í Covent Garden
  • Og svo eina náttúrumynd
  • breið bros

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband