að sofa út, hvað er það ??

Sit hér ein náttfötunum og kl. er tíu mínútur í átta. Hvur andsk... á þetta að þýða eiginlega á sunnudagsmorgni???

Ætlaði svo sannarlega að sofa lengur, en viðja vanans er ekki auðvelt að brjóta, var vöknuð klukkan sjö í morgun, reyndi að pína mig undir sæng til að ath. hvort ég myndi ekki sofna smá stund aftur, en nei það gerðist ekki. Gafst upp og fór fram og hitaði kaffi.  Sit hér sötra kaffi og horfi með öðru auganu á teletubbies, það er nú fyrirbrygði út af fyrir sig, er alltaf að pæla í því hvað krakkar sjá í þessu sem við sjáum ekki!! ótrúlega furðulegir þættir, en öll börn sem ég þekki undir 3 ára eru vitlaus í að horfa á þetta. Fæ svona snert af samsæriskenningu og fer að halda að sjónvarpsstöðvarnar hafi búið þetta til svo hægt væri að heilaþvo litla krakka til að horfa miiiiiikið á sjónvarp!! En það er víst best að vera ekki að viðra svona hugmyndir , myndi kannski bara lenda á deildinni minni sem sjúkl. en ekki hjúkka.

Var vakin í nótt af símanum kl. 04:30 og ekki einu sinni heldur tvisvar. Nennti ekki að röfla í símann um miðja nótt við drukkið fólk, og lagði þar með á x 2. Þetta var einhver sem býr í Kópavoginum, en grunar að það hafi verið fleiri sem hvöttu hann áfram í símavinnnunni.

Nennti ekki að gá að hini heilögu bók í gær, ætti kannski bara að fá mér nýa, kannski sér hjúkrunarfélagið aumur á mér og sendir mér nýja ef ég bið fallega. Gæti nátturulega sent Steinu af stað ef hún er í stuði og  hefur mikla hreyfiþörf, til að leita að bókinni. 

Fattaði loksins hvernig átti að setja inn myndir í gær, var alveg hrikalega auðvelt og ekki laust við að ég þessi klára kona færi pínu lítið hjá sér og hristi hausinn yfir sjálfri sér. Það er ótrúlegt hvað hægt er að vera lokaður stundum. Jæja ekkert við því að segja.

Er núna búin með þrjá bolla af kaffi er að verða bara helv... hress. Hvað ætli sé hægt að finn upp á í dag, þarf nú trúlega að bíða fram á hádegi eftir að strákurinn vakni. Ætti kannski að reyna gera einhver húsmóður störf þó mér leiðist þau ógurlega. Gæti nú örugglega komið einhverju í verk á 4 tímum.

bless í bili ætla reyna taka aðeins til ef eitthvað skemmtileg kemur uppá þá að sjálfsögðu deili ég því með ykkur.

bless kex í bili

Laufey 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

laufeyogsteina

Höfundur

Laufey
Laufey

Frábær hjúkrunarfræðingur 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...061125_0009
  • Í vetri og sól
  • Mona Lisa í Covent Garden
  • Og svo eina náttúrumynd
  • breið bros

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband