Unglingar eða fullorðnir.

Sit hér sveitt yfir einhverjum undarlegum reikningum frá fyrirtæki sonarins. En það er ekkert sem eftirlitsstofnun ættti að hafa afskipti af. Bara endalaus Exel vinna. Járn hér og járn þar, beygjuboltar,skrúfur og guð má vita hvað.

Þetta gefur víst mikla peninga fyrir hann og mamma fær einstöku sinnum færslu á reikningin sinn vegna Excel vinnunar. Aðallega tekið út í Evrum,pundum eða dollurum. Góð vöruskipti það. Vel upp alið barn sem sagt.

Satt er það að sakir aldurs getur maður ekki einu sofið lengur á sunnudagsmorgnum, alveg óþolandi, svo horfir maður á unglingana sofa eins og engla. Alveg sammála þessu með samsæriskenningu Laufeyjar. Foreldranir eru svo syfjaðir á morgnana að þeir að ég held vita ekkert hvað gengur á í sjónvarpinu og gæti þess vegna verið að stofna ÞJÓÐERNISFLOKKINN ÞAR, svo þegar þau ná kosingaraldri myndu þau kjósa hann. (fer að fá lyfin mín bráðum,hehhe).

En það var flokkur að ég veit staddur fyrir austan fjall að fagna afmæli eins í flokknum i annað sinn á hálfum mánuði, og það er eins og meðlimir hafi skotist svona ca.30 ár aftur í tímann í aldri og farið að hringja eins og vitlausir í hin ýmsu númer.

Var einmitt trufluð um tvöleytið við lokalestur frábærrar bókar (Flugdrekadrengurinn, ráðlegg þessum aðilum að lesa hana frekar en að hanga með campari í heitum potti). Truflunin var ekki mjög vel séð, þrátt fyrir innihald símtalsins. Ef þessari aðdáun á okkur Laufeyju heldur áfram, þarf bara að fá sér nætursíma(sett á silent þá).

Svo heyrið það Campari menn, það á að sofa á nóttunni.

Jæja best að halda áfram í þessum hringlanda hér, stoppa í Exelinu, keyra börnunum út og suður, lærdómur hjá þeim og loks bíóferð.

Ef einhver þarf að tjá sig um þessa grein, endilega að skrifa, sem mest.

 

HlæjandiKveðja

Steina


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég hef ekkert að tjá mig um, hef bara verið hér að lesa. ;)

Gunnar Helgi Eysteinsson, 22.10.2006 kl. 14:28

2 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Hæ. Varð náttlega að kíkja til ykkar líka ;) Gaman að lesa. Er mjög hlynnt öllum samsæriskenningum, þær eru mjög skemmtilegar.

gerður rósa gunnarsdóttir, 22.10.2006 kl. 18:51

3 Smámynd: Laufey

Steina þú ert svo grimm

Laufey , 22.10.2006 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

laufeyogsteina

Höfundur

Laufey
Laufey

Frábær hjúkrunarfræðingur 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...061125_0009
  • Í vetri og sól
  • Mona Lisa í Covent Garden
  • Og svo eina náttúrumynd
  • breið bros

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband