allt og ekkert

Er í fríi, er búin að blaðra í símann í 2 tíma við góða vinkonu, drekka kaffi , horfa á Ísland í bítið x2 og það fyndna við það að ég horfði og hlustaði  en mundi ekkert sérstaklega mikið frá fyrra skiptinu þegar endursýningin byrjaði, enda er ég löngu orðin sannfærð um að ég sé með byrjandi heilabilun, he,he.  Svona eiga frídagar að vera.

Er farin aðeins að pæla í kosningunum, fór að hugsa hvaða flokka ég hef kosið og komst að því að ég hef verið mjög sanngjörn og kosið alla flokka einhverntíma, nem frjálslynda flokkinn.  Er í raun í hjarta og sál mjög blá, en læt alltaf glepjast af fallegum kosningaloforðum annarra flokka og í kosningaklefanum grípur mig eitthvað æði og ég kýs ekki XD, (fyrirgefðu mér Davíð). Reyndi að ganga frá þessu núna með góðum fyrirvara og skráði mig í flokkinn. Þá get ég líka tekið þátt í prófkjörinu, hvað skeður síðan i kjörklefanum í vor verður milli mín og guðs. Er samt sífellt að pirra mig á þessum snobburum í flokknum og sá sem fer mest í taugarnar á mér er samt Björn Bjarnason, þekki manninn ekki neitt, en finnst undarlegar hugmyndir og jaðra við samsæriskenningar allar hans pælingar um þjóðaröryggismál. Sé oft fyrir mér hann, Jóhannes á Keflavíkurflugvelli og Georg Láruss, þar sem þeir sitja saman og finna upp á einhverju skemmtilegu, s.s. að vopna upp lögregluna, stofna lítinn her, leyniþjónustu o.s.fr.Held að þeim langi svo mikið bara til að leika sér. Og vilji fá nýtt dót til landsins. hmmmhmmm þetta er kannski bara allt samsæriskennningar í mér, hefði kannski ekki átt að skrá mig í flokkinn??????? Best að hugsa þetta aðeins  betur.

Er alinn upp í þvílíkri alþýðuflokks fjölskyldu að það eru eiginlega undur og stórmerki að ég skuli aðhyllast svona XD, trúlega hefur mín traumatiska upplifun í Svíþjóð í tæp 8 ár haft eitthvað að segja en var reyndar pínu blá fyrir þá reynslu.  jæja nóg af þessu röfli, er bara fegin á meðan ég er ekki orðin skinhead.

Var að horfa á my name is Earl í gær, dásamlegir þættir. Hló allan tímann, trúlega svona ánægð með að það er til vitlausara fólk en ég.  Bíð spennt eftir að Gray' s Anatomy byrji aftur, hvað haldið þið? Fær hún doktor dreamy ?(dásamlegt nafn). Er oforbetranlegur rómantíker og vil að allt endi vel í þessari ástarsögu.

Er að fara lenda í kvíðakasti út af þessu verkefni í skólanum, er haldinn mikilli frestunaráráttu og verð stressaðri og stressaðri út af vísindaskýrslunni, sem ég svo fæ mig ekki til að byrja á. Get ekki einu sinni einbeitt mér að því að lesa mér eitthvað til. Og lendi svo alltaf í því að gera allt á síðustu stundu og vaka fram eftir nóttu´, síðustu dagana fyrir skil :(  

Jæja ætla reyna gera eitthvað uppbyggilegt restina af deginum og rápa aðeins í Kringlunni. Alltaf gott að kaupa sér smá gleði. Smá brandari í lokin, þetta fékk ég á SMS um daginn (sést hvernig vinir manns hugsa um mann he,he))

"lögreglan hefur fundið lík með skorpulifur, kaffibrúnar tennur og sérstaklega slöpp brjóst. Sendu mér SMS svo ég vita að þú ert ok. Kveðja Ahyggjufull vinkona."

Ást í krukku og lifum í lukku, eigiði góðan dag í dag.

Laufey


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Så du har bott i Sverige? Har du besökt mitt blogg på Aftonbladet?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.10.2006 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

laufeyogsteina

Höfundur

Laufey
Laufey

Frábær hjúkrunarfræðingur 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...061125_0009
  • Í vetri og sól
  • Mona Lisa í Covent Garden
  • Og svo eina náttúrumynd
  • breið bros

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband