26.10.2006 | 09:02
morgunspjall
Er að passa ástargauk (fuglategund) fyrir dóttir mína sem var orðin eitthvað leið á fallega söngnum hennar. Ástargaukurinn heitir Alexandra, en ekki er hún farin að hlýða nafni ennþá, svo er hún frekar mannfælin ennþá og bítur okkur ef við erum að reyna fá hana til að setjast á puttana á okkur. Við höfum haft búrið opið hérna heima og er hún alltaf að færa sig upp á skaftið, farin að smakka á okkar mat og flljúga út um allt. Það er reyndar búið að klippa eitthvað á flugfjaðrirnar og eru hennar flugtúrar frekar stuttir og hún hittir oft ekki þegar hún ætlar að setjast og hrinur í gólfið. hún er hrikalega forvitin og fylgist mjög vel með því sem gerist í kringum hana. Hef ég verið hlaupandi út um allt á eftir henni með tusku þar sem hún er ekki wc vanin, og tekur ekkert mark á mínu tuði um skít út um allt. Strákarnir eru mjög ánægðir og vonast eftir því að hún flytji aldrei, enda hefur þá langað í gæludýr lengi.
Sit hér á náttfötunum og drekk morgunkaffið, strákurinn farinn í skólann og ég ekki að fara í vinnu fyrr en seinni partinn, notalegt.
Þarf reyndar að gera ýmislegt eftir hádegi, og það sem liggur mest á mér núna er að hafa samband við lögregluna, einhver ömurleg manneskja hefur rispað allan bílinn minn með einhverju áhaldi og er rönd eftir allri hliðinni hæ megin, alveg ótrúlegt hvað sumum dettur í hug. Þetta er örugglega tjón uppá fleiri tugi þúsunda, svo er ég svo helv.... vitlaus að ég tók ekki eftir þessu fyrr en einhverjum dögum seinna. Þetta er í 4 skiptið sem ég lendi í því að bíllinn minn er skemmdur, annað hvort með meðvituðum hætti eins og núna eða þá að það hafi verið keyrt utaní hann og fólk stungið af. I eitt skipti fannst viðkomandi sem hafði keyrt utan í mig í smáralind, og hafði þá vitni látið lögregluna vita sem hafði mikið fyrir því að finna viðkomandi, og á lögreglan í kópavogi alla mína aðdáun fyrir þá vinnu. Þetta gerir mig svo reiða og frustreraða, það er ekkert sem maður getur gert. Og svo situr maður upp með hellings kostnað sjálfu. svei ykkur öllum sem lesið þessi skrif og hafið stungið af frá utaní keyrslu.....
jæja, nóg af nöldri í dag, hef verið hugsa um nöldur. Held að það aukist töluvert með aldri stend mig að því að nöldra í búðum yfir hlutum sem ég hefði örugglega ekki tekið eftir fyrir einhverjum árum (ætla ekkert segja hve fyrir hve mörgum árum síðan), nöldrandi í vinnunni, talandi upphátt við sjálfa mig ( ótrúlegur ávani he,he,) verð svo alltaf jafn hissa þegar mér er svarað, tek greinilega ekki alltaf eftir því sem ég er að segja. Þetta er mest áberandi í vinnunni , og þá sérstaklega þegar ég er að taka til lyf og skrifa rapport. Er að reyna breyta þessu, en gleymi þeim góða ásetningi oft. Það er kannski bara vandamálið ég tala of mikið, sumt á bara heima í manns eigin heila og þarf ekki alltaf að sleppa út um muninn á manni hmmmmmm.
Jamm og jæja, lifið í lukku í dag og gerið góðverk
kveðja Laufey
Um bloggið
laufeyogsteina
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held að það hafi komið fyrir þá flesta að fá bílin rispaðan á bílastæðum...Því miður.
En allavegana Góðan daginn :)
Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.10.2006 kl. 09:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.