26.10.2006 | 18:10
Vaktaskipti
Sannast að segja hef ég nú reyndar fátt til að tuða yfir í dag (enn sem komið er) en gæti breyst með kvöldinu. Já það er orðið með ólíkindum hvað fólk í dag er orðið kærulaust um eigur annarra, ég tek það fram að nöldur mitt er talsvert meira en Laufeyjar vegna hærri aldurs. Það er eins og það sé sjálfsagt mál að labba frá því að skemma eigur annarra og keyra utaní. Alveg rétt.
Nú ér ég komin heima af vakt (Laufey situr í súpunni á LSH núna poor her), reyndar var ég ekki á minni deild heldur annarri, svo eina sem ég get tuðað yfir að það var þvílíkt róleg vakt. Það er nefnilega þannig á okkar (Laufeyju) að við fáum aldrei að sitja lengur en max 5 mín í einu, þá kemur eitthvað upp sem þarf að gera. Svo í dag á hinni deildinni var ég búin að sitja a.m.k. 10 mín inni á vakt og viti menn ég var að farast úr óróleika, fannst ég þurfa að gera eitthvað. Svo mér datt í hug að í einum sálfræðiáfanga lærði maður eitthvað um atferlisfræði. þar var talað um hvernig væri hægt að venja hunda með því að veifa framan í þá kjöti á vissum tímum þá færu þeir af stað (vona að einhver skilji ) , maður er orðin svo atferlisþjálfaður á LSH að maður fær samviskubit að vera kyrr í nokkrar mínútur ( ekki það að maður sé farin í hundanna hehe).
Svo niðurstaðan eftir þetta framhjáhald af deildinni minni var það að ég saknaði þess að hafa ekki nóg að gera þegar ég er á vakt.
En komin heim, fjarvera mín af heimilinu síðustu viku við barnabarnapössun er búin. Svo ég ætla að njóta þess að druslast heima. Og síðast en ekki síst að njóta þess að fá mér kaffi í rólegheitum í fyrramálið til kl 10. þá er friðurinn úti.
Sammála því að allir vinir manns eru með einhverja snertifælni við tölvur (kannske bara svona paranoid og maður hafi ekki tekið eftir því) .
Upp með húmorinn vinir og látið í ykkur heyra.
Kennið náunganum og börnum að virða og fara vel með eigur annara.
Njótið lífinsins og vinnu
Kveðja
Steina
Um bloggið
laufeyogsteina
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég lofa að (Reyna) kenna börnum mínum það... kvitt
Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.10.2006 kl. 21:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.