föstudagskvöld jibbbbbbí

Sit hér heima, og horfi á sjónvarpið. Hefði frekar viljað vera algjör pæja og vera einhverstaðar úti á lífinu í Reykjavík, mér skilst að Reykjavík "is the hottest town ín the world right now" er nú samt ekki alveg að upplifa það  þegar ég er að skemmta mér. Kannski er það vegna þess að ég er komin yfir 25 ára aldurinn(ha,ha rétt skriðin yfir þennan aldur)  og er ekki alveg eins hömlulaus og ég var. Og svo eins og þið sjáið af fyrri skrifum komin á nöldur skeiðið.  

Var að hlusta á athyglisverða einræðu á fm 95,7 í morgun um konur, við erum víst töluvert pirraðari en karlar og sofum meira skv. einhverri könnun sem var gerð einhversstaðar. Það fylgdi nú ekki upplýsingunum í útvarpinu hvar og hvernær þessi könnun var gerð , en mér fannst þetta athyglisvert, enda hef ég trúlega verið með mest pirruðu konum ever á morgnana (fyrir utan kannski steinu, sem segist ekki geta talað í 2 tíma eftir að hún vaknar) ég er þó orðin viðræðu hæf eftir ca hálftíma. Er búin að vinna i þessu vandamáli í nokkur ár, þar sem mér fannst óhæft að leggja það á börnin mín að eiga mömmu sem var svo pirruð og skapvond að það var ekki hægt að tala við hana á morgnana. Mér hefur tekist þetta þokkaleg vel held ég,og er aðeins búin að vinna í þessu vanda máli ca 20 ár, vakna alltaf á undan þeim svo ég geti pirrast ein og drukkið kaffi áður en ég vek liðið. En þar sem ég er að leggja mat á þetta þá er þetta kannski ekki alveg 100% rétt en ég vona það.

Erum enn að passa fuglinn og er ekki útlit fyrir að hún fari heim í bráð, erum enn að reyna að fá að klappa henni en strákarnir eru orðnir ansi nagaðir á fingrunum eftir hana, enda hleypur hún af stað tilbúin að bíta þegar hún sér fingur. Er fljúgandi út um allt og er ekki enn wc vanin, þannig að tuskan er mikið notuð þessa dagana. Markmiðið er að reyna kenna henni að tala eitthvað og fá að klappa henni (er hægt að wcvenja fugla????) en við erum greinilega ekki alveg fatta hvað þarf til , ef þið hafið einhverjar tillögur þá eru þær vel þegnar.  Erum greinilega ekki mjög fróð um fugla og uppeldi þeirra !!!!!!

 Fór til lögreglunnar í gær að gefa skýrslu á eignaspjöll, já, það heitir það þegar einhver skemmir bílinn þinn einhversstaðar og þú veist ekki hvenær, hvar eða hvernig. En það var einhvern veginn svona sem skýrslan hljóðaði.(löggan) "Hvernær skeði þetta"  (ég) "ég veit það ekki " (löggan) "hvar skeði þetta" (ég ) "ég veit það ekki" (löggan)" Hefur þú einhvern grun um hver gerði þetta, er einhverjum illa við þig" (ég) " nei, eftir því sem ég best veit er ég elskuð af öllum og engum er illa við mig. (löggan) "hvar var bíllinn þegar þetta skeði " (ég ) "ég veit það ekki" . Þar með var skýrslutöku lokið og restin var eiginlega fundin upp  þ.e. dags. og þess háttar fyrir tryggingarfélagið. Fórum síðan út í grenjandi rigningu til að taka myndir af skemmdunum. Svo nú er bara eftir að fara með bílinn í viðgerð og pay and smile. Lögreglan tjáði mér að það væri ekki miklar líkur á því að ná hinum seka, ég varð eiginlega mjög hissa enda gefið mjög nákvæmar upplýsingar he,he,.

Jæja, ætla að hætta þessu tuði, nöldri og röfli í bili. Heyrumst seinna

góða nótt Laufey 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ætlir þú verðir ekki bara að kaupa bleiu á fuglinn?

...og ekki hætta þessu röfli og tuði, það er gaman af þessu. ;)

Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.10.2006 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

laufeyogsteina

Höfundur

Laufey
Laufey

Frábær hjúkrunarfræðingur 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...061125_0009
  • Í vetri og sól
  • Mona Lisa í Covent Garden
  • Og svo eina náttúrumynd
  • breið bros

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband