æðisleg hlaup, og góð kaup

Var í Ikea á þrusu útsölu, sem haldin var fyrir starfsmenn og nánaustu aðstandendur á laugardagskvöldi (hugsið ykkur á laugardagskvöldi !!). Það beið múgur og margmenni fyrir utan tíu mínútur fyrir átta um kvöldið, þegar opnaði þá ruddist fólkið inn og ég hljóp í átt að stúkunni minni (var búin að taka frá heila stúku). Þar stóð ég síðan og beið eftir hjálp til að skrúfa í sundur rúm sem er 2x1,40 og 170 á hæð. Ég stóð í ströngu að verja þau húsgögn því fólk sá ekkert nema húsgögn. Ég var farin að halda að ég væri ósýnileg og enginn heyrði í mér. Því ég stóð þarna hrópandi nei, nei þú getur ekki keypt þetta ég er búin að kaupa alla stúkuna. Ha , ó má ég þá ekki fá þessa kommóðu??

Þetta hafðist allt fyrir rest og heim komst ég með rúm, kommóðu, stól og fleira, aðallega dót sem ég týndi á leiðinni að kassanum, en við stóðum í biðröð á annan tíma. Og maður rakst svona óvart á ýmislegt dót á leiðinni sem manni bráðvantaði, að sjálfsögðu. Tókst að eyða dágóðri summu, en trúlega var það ekki mikið miðað við þá sem keyptu heilu innréttingarnar og sófa + fleira og fleira.

Jæja, síðan var að koma helv.... rúminu saman aftur, ekki hafði ég neinar teikningar svo ég varð að nota hyggjuvitið mitt, sem er bara nokkuð gott. Eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir þá tókst þetta fyrir rest í kvöld, eftir að hafa setið með 4 skrúfur í gær sem ég kom ekki fyrir, það er náttúrulega bara ekki eðlilegt að skrúfur fjölgi sér í plastpoka.Svo það fór ærinnn tími í það að fatta hvað hafði farið vitlaust saman. En hér á heimilinu er allavega ungur piltur sem afskaplega ánægður með nýja herbergið sitt.

Þessar líkamsæfingar komu í stað magaæfinga þessa daga, en magaæfingarnar hafa eitthvað dottið niður eftir að ég kom í bæinn aftur.  Og það er ekki út af því að ég sé komin með eitthvað sixpack, heldur af einskærri leti, tel mér samt trú um að það sé aðallega tímaskortur. 

Fann mér fórnarlamb í dag til að taka í HAM (Hugræna atferlismeðferð). Vonandi get ég eitthvað hjálpað viðkomandi og hann kennt mér eitthvað. Er örugglega alveg jafnkvíðin fyrsta tímanum og skjólstæðingurinn. Þarf að rifja upp það sem ég var að lesa í byrjun mánaðarins, svo ég komist í gegnum fyrsta tímann.

jæja, brandari dagsins, vísa bara í Steinu skrif frá í gær, er eitthvað andlaus eftir allt þetta stúss.

bless í bili

Laufey

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

kvitt Cool

Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.10.2006 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

laufeyogsteina

Höfundur

Laufey
Laufey

Frábær hjúkrunarfræðingur 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...061125_0009
  • Í vetri og sól
  • Mona Lisa í Covent Garden
  • Og svo eina náttúrumynd
  • breið bros

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband