Job satisfaction

Já, var á áhugaverðu hjúkrunarþingi í dag, um starfsánægju og hvað gerir hjúkrunarfræðinga ánægða í vinnunni. Það var eins og mig hefur alltaf grunað , góður yfirmaður, geta haft áhrif, fá stuðning annarra hjúkrunarfræðinga, góð samskipti við lækna, og að geta haft einhver áhrif í vinnunni (að hafa stjórn á aðstæðum), eins og þið takið eftir þá er ekki einu orði minnst á launin. Enda eru trúlega allir hjúkrunarfræðingar í dag í þessu starfi af hugsjón, því ekki verður maður ríkur afþví. Kannski eru sumir vel giftir þannig að launin eru aukaatriði í þessu öllu.  En þetta er semsagt allt staðfest með ýtarlegum rannsóknum gerðum hér á landi og USA. En mig hefur reyndar alltaf grunað þetta, hef bara ekki getað staðfest það fyrr en í dag. Þar var líka farið yfir ýmsar rannsóknir sem tengdu saman aukna hættu á því að mistök eigi sér stað eftir því hvað  hjúkrunarfræðingar þurfa að sjá um stóran sjúklingahóp. Því fleiri sjúklingar því meiri líkur á því að drepast inná sjúkrahúsinu.( hef alltaf sagt að til að leggjast inn á sjúkrahús, þurfi maður að vera fílhraustur). þetta eru allt mjög áhugavert og verður áhugavert að fylgjast með því hvort einhvað tillit verður tekið til þess í komandi fjárlögum, og þegar nýja hátæknisjúkrahúsið verður byggt. En það verður að vera til fólk til að manna það , og þeir sem vinna þar þurfa líka að hafa mannsæmandi laun.

Er sem sagt orðin frísk og tilbúin í nöldrið aftur eins og sést af ofangreindum skrifum. Það er nú alltaf upplífgandi að fara á svona uppákomur og hitta fólk sem maður annars hittir aldrei.  Var að vinna í morgurn fram á hádegi, hjúkrunarþing eftir hádegi, og svo aftur í vinnu rúmlega fjögur ér nýkomin heim kl. 23.30.  Vinna,vinna,vinna já það gefur lífinu gildi.

 Fékk útborgað í gær, ekki það að neitt hafi breyst veit ekki lengur hvernig peningar´líta út, jaa kannski fimmhundruðkellingar, en ekkert þar fyrir ofan. Fór bara á heimabankann tók af mínum reikningi og gaf bankanum stóran hluta , og svo hinum ýmsu stofnunum og svona sem vildu líka fá eitthvað fyrir að leifa mér að horfa á sjónvarpið, hringja, geta kveikt ljós og eldað mat, komast í bað,  og svo framvegis og svo framvegis........ þetta er bara alltaf endalaust. Svo borðar maður fyrir restina af peningunum og hvar endar það, jú, jú,  í WC og svo út í sjó, virðist eitthvað svo tilgangslaust. Ekki það að það hafi virkað sem einhver hvatning til að grenna sig svo minna af peningunum lendi í sjónum, nei, nei, maður er haldinn einhverri sjálfspyntingarhvöt, og heldur bara áfram að borða á sig gat (réttara sagt út úr fötunum sínum).  Þetta kallar á nýtt mat á sjálfum sér, en ekki meiri mat hí, hí,hí,.

Jæja, í fyrramálið ætla ég aftur á hjúkrunarþing og læra meira, framhald á fræðslu sem sagt á morgun.  Veit að þið bíðið öll spennt.  Og þar sem ég er að vinna næstu nótt þá kemur fræðsluefnið ekki inn fyrr en eftir  miðnætti.

Sofið rótt í alla nótt

Laufey


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

sofa rótt, ? verð á næturvakt

Ólafur fannberg, 3.11.2006 kl. 08:09

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Við vinnum til þess að hafa efni á því að vera í fríi..  Ég bíð spenntur eftir framhaldinu  

Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.11.2006 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

laufeyogsteina

Höfundur

Laufey
Laufey

Frábær hjúkrunarfræðingur 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...061125_0009
  • Í vetri og sól
  • Mona Lisa í Covent Garden
  • Og svo eina náttúrumynd
  • breið bros

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband