5.11.2006 | 03:32
laugardagur til lukku
Já, eru ekki laugardagar til lukku. Fór heim í morgun oglagði mig í tvo tíma, svo í skólann. Boðin í afmæli kl. 15 og komin heim aftur kl. 17 sofnuð í sófanum 10 mín seinna og svaf til 22, get svo náttúrulega ekki sofið núna. Hef nóg að gera á morgun þannig að ekki sef ég á morgun of lengi. Á svo að fara vinna kl. 16.30. Þetta er nú meira lífið stundum..........
Já aftur komið laugardagskvöld og ekki er ég að gera neitt merkilegt, búin að sofa megnið af kvöldinu og horfði svo á X-men mynd, veit ekki hvar í röðina hún var, en´myndin var bara allt í lagi.
Já, í gær á hjúkrunarþinginu voru samþykktar allavega tillögur af hjúkrunarfræðingunum sem voru þar og er hægt að lesa allt um það á hjukrun.is. Flest hef ég heyrt áður og eru bara þónokkur ár síðan, það er alltaf verið að tala um breytingar og svo skeður aldrei neitt. Þetta er það sama með pólitíkusa tal,tal,tal, og svo skeður ekki neitt. En álagið á heilbrigðisstofnunum landsins eykst stöugt en ekkert er gert til að laga það, mér finnst oft vanta framsýn í stjórnmálamenn landsins og þá er ég ekki að tala um næstu 10 ár, við verðum að getað planerað lengra fram í tímann.
Svoar fjallað umhjúkrunarfr.í stjórnsýslunni og hvar við komum þar inn. s.s. hvernær löggilding var, breyting á námi hjúkrunarfr. þegar allt var flutt í háskólann, eitt félag í stað tveggja, osfr. Ekkert sérstaklega spennandi. Svo var farið að ræða menntunarmál. En framtíðin er að menntun hjúkrunarfræðinga (og annarra) sé samræmd í Evrópu. Búið er að bera saman menntun á milli landa og er hún æði misjöfn, en að sjálfsögðu er besta menntunin hér !!!! Að sjálfsögðu Íslands er alltaf besssst.
Fór svo heim áður en pallborðs umræður hófust , nennti bara ekki að sitja þarna lengur. Saknaði yngri kynslóðarinnar en ég held að engin sem var þarna hafi verið undir 40 (nema ég he, he,). finnst oft að það sé sama fólkið á öllum ráðstefnum og þingum. Hvet semsagt alla hjúkr.fr. yngri en fertuga til að láta til sín taka á næsta hjúkrunarþingi.
Jæja nennni ekki að tala um þetta meir, vonandi eru allir búnir að vera gera eitthvað skemmtilegt í kvöld. Ætla að hætta að vera svona alvarleg. Bless kex veriði hress
Laufey
Um bloggið
laufeyogsteina
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
vakandi um miðja nótt?
Ólafur fannberg, 5.11.2006 kl. 04:52
Svíar telja sig vera besta
Gunnar Helgi Eysteinsson, 5.11.2006 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.