BNA

Upp kom spurning hjá aðdáenda bloggsins hjá okkur hvað væri BNA. Þessari sömu skammstöfun átti ég í stökustu vandræðum með í einum mannkynssögu áfanga hér á árum áður. Lengi vel talaði kennarinn alltaf um BNA (tek fram þetta var einn skemmtilegasti sögukennari sem ég hef haft). Ekki vildi ég upplýsa fáfræði mína á þessari skammstöfun og leitaði og leitaði í huganum hvað í fjandanum þetta væri. Fannst kannast við söguna í kringum þetta. Jú indjánar komu við sögu, þrælainnflutningur, plantekrur og mikil mannvonska á hendur þrælum.

Játaði ég mig sigraða einn daginn og hvíslaði að samnemanda mínum, mjög skömmustuleg:

Segðu mér, fyrir hvað stendur þessi skammstöfun BNA????

Undrandi var litið á mig og sagt:

Nú auðvitað Bandaríkin!!!!!!Shocking

En samt man ég ekki núna hver nákvæm skammstöfunin er, hef samt afsökun núna sem er að ég er aðeins eldri og minnið ekki jafngott og í þessum söguáfanga.

Tek fram að ég náði þessum áfanga með stæl, svo ekki kom að sök að ég vissi ekki leynilegu skammstöfuna í upphafi. Kannske hún hafi komið frá CIA.

Hafið það öll gott.

Kveðja

Steina


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

takk...  .............

Gunnar Helgi Eysteinsson, 14.11.2006 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

laufeyogsteina

Höfundur

Laufey
Laufey

Frábær hjúkrunarfræðingur 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...061125_0009
  • Í vetri og sól
  • Mona Lisa í Covent Garden
  • Og svo eina náttúrumynd
  • breið bros

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 452

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband