Frí, er það málið?'

Já, það er kannski málið að við vinnum til að hafa efni á að fara í frí, ég er þá sennilega bara létt blúsuð eftir seinustu utanlandsferð og svo það að hafa þurft að vera á Reykhólum að vinna eftir að ég kom heim ( það krafðist gífurlegs átaks að vera þar í 3 vikur ).  Ætla þá að reyna planera einhverja nýja utanlandsferð eftir ekki alltof marga mánuði. (Best að gefa kost á sér í aukavaktir á öllum deildum svo peningarnir streymi í kassann. Whistling

Var búin að skrifa heilmikið um hjúkrunarþingið, og allt mögulegt annað en þurfti svo að fara sinna sjúklingi og allt datt út. Nenni ekki að skrifa alla ræðuna aftur, fræðslan kemur einhverntímann á morgun.

Er að vinna sem sagt í nótt, á morgun er svo skóli kl. 11.00 svo dagurin á morgun verður frekar strembinn. Langar að skreppa eitthvað út annað kvöld ef ég verð ekki alveg dauð eftir daginn, þarf að ath. með vinkvennahópinn hver kemst út.

En það sem ég hef afrekað á síðustu dögum og ekki afrekað er eftirfarandi:

1. Skilað fugli, ekki gekk að kenna honum neitt, var áfram jafn mannfælinn og áður, beit alla ennþá.W00t

2. Sixpack ekki mótað á maga ennþá.Blush

3. Eyða fullt af peningum á útsölu í Ikea .Halo

4. Jólakærasti ekki fundinn ennþá. InLove

Sofið rótt... (ég verð náttúrulega vakandi )

Laufey

 


Job satisfaction

Já, var á áhugaverðu hjúkrunarþingi í dag, um starfsánægju og hvað gerir hjúkrunarfræðinga ánægða í vinnunni. Það var eins og mig hefur alltaf grunað , góður yfirmaður, geta haft áhrif, fá stuðning annarra hjúkrunarfræðinga, góð samskipti við lækna, og að geta haft einhver áhrif í vinnunni (að hafa stjórn á aðstæðum), eins og þið takið eftir þá er ekki einu orði minnst á launin. Enda eru trúlega allir hjúkrunarfræðingar í dag í þessu starfi af hugsjón, því ekki verður maður ríkur afþví. Kannski eru sumir vel giftir þannig að launin eru aukaatriði í þessu öllu.  En þetta er semsagt allt staðfest með ýtarlegum rannsóknum gerðum hér á landi og USA. En mig hefur reyndar alltaf grunað þetta, hef bara ekki getað staðfest það fyrr en í dag. Þar var líka farið yfir ýmsar rannsóknir sem tengdu saman aukna hættu á því að mistök eigi sér stað eftir því hvað  hjúkrunarfræðingar þurfa að sjá um stóran sjúklingahóp. Því fleiri sjúklingar því meiri líkur á því að drepast inná sjúkrahúsinu.( hef alltaf sagt að til að leggjast inn á sjúkrahús, þurfi maður að vera fílhraustur). þetta eru allt mjög áhugavert og verður áhugavert að fylgjast með því hvort einhvað tillit verður tekið til þess í komandi fjárlögum, og þegar nýja hátæknisjúkrahúsið verður byggt. En það verður að vera til fólk til að manna það , og þeir sem vinna þar þurfa líka að hafa mannsæmandi laun.

Er sem sagt orðin frísk og tilbúin í nöldrið aftur eins og sést af ofangreindum skrifum. Það er nú alltaf upplífgandi að fara á svona uppákomur og hitta fólk sem maður annars hittir aldrei.  Var að vinna í morgurn fram á hádegi, hjúkrunarþing eftir hádegi, og svo aftur í vinnu rúmlega fjögur ér nýkomin heim kl. 23.30.  Vinna,vinna,vinna já það gefur lífinu gildi.

 Fékk útborgað í gær, ekki það að neitt hafi breyst veit ekki lengur hvernig peningar´líta út, jaa kannski fimmhundruðkellingar, en ekkert þar fyrir ofan. Fór bara á heimabankann tók af mínum reikningi og gaf bankanum stóran hluta , og svo hinum ýmsu stofnunum og svona sem vildu líka fá eitthvað fyrir að leifa mér að horfa á sjónvarpið, hringja, geta kveikt ljós og eldað mat, komast í bað,  og svo framvegis og svo framvegis........ þetta er bara alltaf endalaust. Svo borðar maður fyrir restina af peningunum og hvar endar það, jú, jú,  í WC og svo út í sjó, virðist eitthvað svo tilgangslaust. Ekki það að það hafi virkað sem einhver hvatning til að grenna sig svo minna af peningunum lendi í sjónum, nei, nei, maður er haldinn einhverri sjálfspyntingarhvöt, og heldur bara áfram að borða á sig gat (réttara sagt út úr fötunum sínum).  Þetta kallar á nýtt mat á sjálfum sér, en ekki meiri mat hí, hí,hí,.

Jæja, í fyrramálið ætla ég aftur á hjúkrunarþing og læra meira, framhald á fræðslu sem sagt á morgun.  Veit að þið bíðið öll spennt.  Og þar sem ég er að vinna næstu nótt þá kemur fræðsluefnið ekki inn fyrr en eftir  miðnætti.

Sofið rótt í alla nótt

Laufey


Sólarorka

Já ég vona að Laufey hressist nú þegar líður á daginn, nei engin falin skilaboð í síðunni. Öllu heldur átti þetta nú bara til að fá smá sól í sálina (þessi ávöxtur eitthvað svo suðrænn) , ekki veitir nú hjúkkunni af í þessari pest. En samkvæmt hennar orku verður hún orðin hress á morgun, enda mikið verk  framundan, klára Ikea málin.

Hef nú bara haldið mig innandyra í þessum helv..... skítakulda eftir hádegi og tekið á móti gestum. Verið á netinu líka að leita að smá upplyftingu í næsta ferðalag, eins og sögnleiki og leikhús. Reyni að komast á ABBA, minn stíll, fyrst Eric Clapton getur ekki tekið á móti mér í London í þessari viku.

Allar hugmyndir vel þegnar hvað sé hægt að gera sér til dundurs í London. Upp með húmorinn.

Jæja, annar gestur á leiðinni hætt í bili. Haið það sem best.

Kveðja

Steina

 

 


allt í volli

Er hér heima með einhverja pest og er ekki í allra besta formi.  Ekki mætt í vinnu í dag, vonandi hefur allt gengið í vinnunni þótt ég sé ekki he,he, (náttúrulega ómissandi).Tala af sér

 Sé að steina hefur skipt um útlit á síðunni. Fór að spá hvort það lægu einhver skilaboð í þessu, minna mig kannski á að borða meira af ávöxtum, og taka á þessu með líkamsæfingarUllandi Jæja það verður allavega ekki ídag, vonandi verð ég hressari á morgun.

Er hálf andlaus og hef ekkert meira að segja í bili, bæ, bæ

Laufey

 

 


æðisleg hlaup, og góð kaup

Var í Ikea á þrusu útsölu, sem haldin var fyrir starfsmenn og nánaustu aðstandendur á laugardagskvöldi (hugsið ykkur á laugardagskvöldi !!). Það beið múgur og margmenni fyrir utan tíu mínútur fyrir átta um kvöldið, þegar opnaði þá ruddist fólkið inn og ég hljóp í átt að stúkunni minni (var búin að taka frá heila stúku). Þar stóð ég síðan og beið eftir hjálp til að skrúfa í sundur rúm sem er 2x1,40 og 170 á hæð. Ég stóð í ströngu að verja þau húsgögn því fólk sá ekkert nema húsgögn. Ég var farin að halda að ég væri ósýnileg og enginn heyrði í mér. Því ég stóð þarna hrópandi nei, nei þú getur ekki keypt þetta ég er búin að kaupa alla stúkuna. Ha , ó má ég þá ekki fá þessa kommóðu??

Þetta hafðist allt fyrir rest og heim komst ég með rúm, kommóðu, stól og fleira, aðallega dót sem ég týndi á leiðinni að kassanum, en við stóðum í biðröð á annan tíma. Og maður rakst svona óvart á ýmislegt dót á leiðinni sem manni bráðvantaði, að sjálfsögðu. Tókst að eyða dágóðri summu, en trúlega var það ekki mikið miðað við þá sem keyptu heilu innréttingarnar og sófa + fleira og fleira.

Jæja, síðan var að koma helv.... rúminu saman aftur, ekki hafði ég neinar teikningar svo ég varð að nota hyggjuvitið mitt, sem er bara nokkuð gott. Eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir þá tókst þetta fyrir rest í kvöld, eftir að hafa setið með 4 skrúfur í gær sem ég kom ekki fyrir, það er náttúrulega bara ekki eðlilegt að skrúfur fjölgi sér í plastpoka.Svo það fór ærinnn tími í það að fatta hvað hafði farið vitlaust saman. En hér á heimilinu er allavega ungur piltur sem afskaplega ánægður með nýja herbergið sitt.

Þessar líkamsæfingar komu í stað magaæfinga þessa daga, en magaæfingarnar hafa eitthvað dottið niður eftir að ég kom í bæinn aftur.  Og það er ekki út af því að ég sé komin með eitthvað sixpack, heldur af einskærri leti, tel mér samt trú um að það sé aðallega tímaskortur. 

Fann mér fórnarlamb í dag til að taka í HAM (Hugræna atferlismeðferð). Vonandi get ég eitthvað hjálpað viðkomandi og hann kennt mér eitthvað. Er örugglega alveg jafnkvíðin fyrsta tímanum og skjólstæðingurinn. Þarf að rifja upp það sem ég var að lesa í byrjun mánaðarins, svo ég komist í gegnum fyrsta tímann.

jæja, brandari dagsins, vísa bara í Steinu skrif frá í gær, er eitthvað andlaus eftir allt þetta stúss.

bless í bili

Laufey

 


Pass

Segi bara pass í dag.

Heyrði samt góðan brandara um daginn hann er svona:

Hjön nokkur fóru til Ísralel í skoðunarferð. Gekk ferðin vel framan af en svo skyndilega veiktist eiginmaðurinn og dó.

Nú voru góð ráð dýr fyrir konuna, því hún vissi ekki alveg hvernig hún ætti að koma karli heim til Íslands. Fór hún því á pósthúsið og spurði hve mikið það kostaði að senda manninn í kistunni.

Ca. 300. hundruð þúsund sagði afgreiðslumaðurinn. Hún hugsaði sig vel um. Svo sagði afgreiðslumaðurinn, að hann vissi ráð. Það var að jarða manninn í Ísralel og það kostaði aðeins um 50 þúsund krónur. Aftur hugsaði hún sig vel um en sagði svo.

Nei, sendu kallinn heim.

Ha, sagði afgreiðslumaðurinn hitt er miklu ódýrara.

Það getur verið sagði konan, en aftur á móti hef ég nú frétt það að það hafi maður einu sinni verið jarðaður hér í landi og hann reis upp frá dauðum eftir 3 daga. Og það skal ekki koma fyrir mig að kallinn geri það. Svo sendu hann strax til Íslands

Sé að Laufey er bún að ná taki á myndaalbúminu, flottar myndir

Hafið það gott í dag

Kveðja

Steina


föstudagskvöld jibbbbbbí

Sit hér heima, og horfi á sjónvarpið. Hefði frekar viljað vera algjör pæja og vera einhverstaðar úti á lífinu í Reykjavík, mér skilst að Reykjavík "is the hottest town ín the world right now" er nú samt ekki alveg að upplifa það  þegar ég er að skemmta mér. Kannski er það vegna þess að ég er komin yfir 25 ára aldurinn(ha,ha rétt skriðin yfir þennan aldur)  og er ekki alveg eins hömlulaus og ég var. Og svo eins og þið sjáið af fyrri skrifum komin á nöldur skeiðið.  

Var að hlusta á athyglisverða einræðu á fm 95,7 í morgun um konur, við erum víst töluvert pirraðari en karlar og sofum meira skv. einhverri könnun sem var gerð einhversstaðar. Það fylgdi nú ekki upplýsingunum í útvarpinu hvar og hvernær þessi könnun var gerð , en mér fannst þetta athyglisvert, enda hef ég trúlega verið með mest pirruðu konum ever á morgnana (fyrir utan kannski steinu, sem segist ekki geta talað í 2 tíma eftir að hún vaknar) ég er þó orðin viðræðu hæf eftir ca hálftíma. Er búin að vinna i þessu vandamáli í nokkur ár, þar sem mér fannst óhæft að leggja það á börnin mín að eiga mömmu sem var svo pirruð og skapvond að það var ekki hægt að tala við hana á morgnana. Mér hefur tekist þetta þokkaleg vel held ég,og er aðeins búin að vinna í þessu vanda máli ca 20 ár, vakna alltaf á undan þeim svo ég geti pirrast ein og drukkið kaffi áður en ég vek liðið. En þar sem ég er að leggja mat á þetta þá er þetta kannski ekki alveg 100% rétt en ég vona það.

Erum enn að passa fuglinn og er ekki útlit fyrir að hún fari heim í bráð, erum enn að reyna að fá að klappa henni en strákarnir eru orðnir ansi nagaðir á fingrunum eftir hana, enda hleypur hún af stað tilbúin að bíta þegar hún sér fingur. Er fljúgandi út um allt og er ekki enn wc vanin, þannig að tuskan er mikið notuð þessa dagana. Markmiðið er að reyna kenna henni að tala eitthvað og fá að klappa henni (er hægt að wcvenja fugla????) en við erum greinilega ekki alveg fatta hvað þarf til , ef þið hafið einhverjar tillögur þá eru þær vel þegnar.  Erum greinilega ekki mjög fróð um fugla og uppeldi þeirra !!!!!!

 Fór til lögreglunnar í gær að gefa skýrslu á eignaspjöll, já, það heitir það þegar einhver skemmir bílinn þinn einhversstaðar og þú veist ekki hvenær, hvar eða hvernig. En það var einhvern veginn svona sem skýrslan hljóðaði.(löggan) "Hvernær skeði þetta"  (ég) "ég veit það ekki " (löggan) "hvar skeði þetta" (ég ) "ég veit það ekki" (löggan)" Hefur þú einhvern grun um hver gerði þetta, er einhverjum illa við þig" (ég) " nei, eftir því sem ég best veit er ég elskuð af öllum og engum er illa við mig. (löggan) "hvar var bíllinn þegar þetta skeði " (ég ) "ég veit það ekki" . Þar með var skýrslutöku lokið og restin var eiginlega fundin upp  þ.e. dags. og þess háttar fyrir tryggingarfélagið. Fórum síðan út í grenjandi rigningu til að taka myndir af skemmdunum. Svo nú er bara eftir að fara með bílinn í viðgerð og pay and smile. Lögreglan tjáði mér að það væri ekki miklar líkur á því að ná hinum seka, ég varð eiginlega mjög hissa enda gefið mjög nákvæmar upplýsingar he,he,.

Jæja, ætla að hætta þessu tuði, nöldri og röfli í bili. Heyrumst seinna

góða nótt Laufey 

 


Vaktaskipti

 

Sannast að segja hef ég nú reyndar fátt til að tuða yfir í dag (enn sem komið er) en gæti breyst með kvöldinu.  Já það er orðið með ólíkindum hvað fólk í dag er orðið kærulaust um eigur annarra, ég tek það fram að nöldur mitt er talsvert meira en Laufeyjar vegna hærri aldurs. Það er eins og það sé sjálfsagt mál að labba frá því að skemma eigur annarra og keyra utaní. Alveg rétt.

Nú ér ég komin heima af vakt (Laufey situr í súpunni á LSH núna poor her), reyndar var ég ekki á minni deild heldur annarri, svo eina sem ég get tuðað yfir að það var þvílíkt róleg vakt. Það er nefnilega þannig á okkar (Laufeyju) að við fáum aldrei að sitja lengur en max 5 mín í einu, þá kemur eitthvað upp sem þarf að gera. Svo í dag á hinni deildinni var ég búin að sitja a.m.k. 10 mín inni á vakt og viti menn ég var að farast úr óróleika, fannst ég þurfa að gera eitthvað. Svo mér datt í hug að í einum sálfræðiáfanga lærði maður eitthvað um atferlisfræði. þar var talað um hvernig væri hægt að venja hunda með því að veifa framan í þá kjöti á vissum tímum þá færu þeir af stað (vona að einhver skilji ) , maður er orðin svo atferlisþjálfaður á LSH að maður fær samviskubit að vera kyrr í nokkrar mínútur ( ekki það að maður sé farin í hundanna hehe).

Svo niðurstaðan eftir þetta framhjáhald af deildinni minni var það að ég saknaði þess að hafa ekki nóg að gera þegar ég er á vakt.

En komin heim, fjarvera mín af heimilinu síðustu viku við barnabarnapössun er búin. Svo ég ætla að njóta þess að druslast heima. Og síðast en ekki síst að njóta þess að fá mér kaffi í rólegheitum í fyrramálið til kl 10. þá er friðurinn úti.

Sammála því að allir vinir manns eru með einhverja snertifælni við tölvur (kannske bara svona paranoid og maður hafi ekki tekið eftir því) .

Upp með húmorinn vinir og látið í ykkur heyra.

Kennið náunganum og börnum að virða og fara vel með eigur annara.

Njótið lífinsins og vinnu

Kveðja

Steina

 


morgunspjall

Er að passa ástargauk (fuglategund) fyrir dóttir mína sem var orðin eitthvað leið á fallega söngnum hennar. Ástargaukurinn heitir Alexandra, en ekki er hún farin að hlýða nafni ennþá, svo er hún frekar mannfælin ennþá og bítur okkur ef við erum að reyna fá hana til að setjast á puttana á okkur. Við höfum haft búrið opið hérna heima og er hún alltaf að færa sig upp á skaftið, farin að smakka á okkar mat og flljúga út um allt. Það er reyndar búið að klippa eitthvað á flugfjaðrirnar og  eru hennar flugtúrar frekar stuttir og hún hittir oft ekki þegar hún ætlar að setjast og hrinur í gólfið. hún er hrikalega forvitin og fylgist mjög vel með því sem gerist í kringum hana.  Hef ég verið hlaupandi út um allt á eftir henni með tusku þar sem hún er ekki wc vanin, og tekur ekkert mark á mínu tuði um skít út um allt. Strákarnir eru mjög ánægðir og vonast eftir því að hún flytji aldrei, enda hefur þá langað í gæludýr lengi.

Sit hér á náttfötunum og drekk morgunkaffið, strákurinn farinn í skólann og ég ekki að fara í vinnu fyrr en seinni partinn, notalegt.

Þarf reyndar að gera ýmislegt eftir hádegi, og það sem liggur mest á mér núna er að hafa samband við lögregluna, einhver ömurleg manneskja hefur rispað allan bílinn minn með einhverju áhaldi og er rönd eftir allri hliðinni hæ megin, alveg ótrúlegt hvað sumum dettur í hug. Þetta er örugglega tjón uppá fleiri tugi þúsunda, svo er ég svo helv.... vitlaus að ég tók ekki eftir þessu fyrr en einhverjum dögum seinna.  Þetta er í 4 skiptið sem ég lendi í því að bíllinn minn er skemmdur, annað hvort með meðvituðum hætti eins og núna eða þá að það hafi verið keyrt utaní hann og fólk stungið af. I eitt skipti fannst viðkomandi sem hafði keyrt utan í mig í smáralind, og hafði þá vitni látið lögregluna vita sem hafði mikið fyrir því að finna viðkomandi, og á lögreglan í kópavogi alla mína aðdáun fyrir þá vinnu. Þetta gerir mig svo reiða og frustreraða, það er ekkert sem maður getur gert. Og svo situr maður upp með hellings kostnað sjálfu. svei ykkur öllum sem lesið þessi skrif og hafið stungið af frá utaní keyrslu.....

jæja, nóg af nöldri í dag, hef verið hugsa um nöldur. Held að það aukist töluvert með aldri stend mig að því að nöldra í búðum yfir hlutum sem ég hefði örugglega ekki tekið eftir fyrir einhverjum árum (ætla ekkert segja hve fyrir hve mörgum árum síðan), nöldrandi í vinnunni, talandi upphátt við sjálfa mig ( ótrúlegur ávani he,he,) verð svo alltaf jafn hissa þegar mér er svarað, tek greinilega ekki alltaf eftir því sem ég er að segja. Þetta er mest áberandi í vinnunni , og þá sérstaklega þegar ég er að taka til lyf og skrifa rapport. Er að reyna breyta þessu, en gleymi þeim góða ásetningi oft.  Það er kannski bara vandamálið ég tala of mikið, sumt á bara heima í manns eigin heila og þarf ekki alltaf að sleppa út um muninn á manni hmmmmmm.

Jamm og jæja, lifið í lukku í dag og gerið góðverk

kveðja Laufey

 


Eru allir vinir mínir með tölvufóbíu????

Það væri nú skemmtilegt ef einhver kvittaði fyrir í gestabókina, það er ekki svo erfitt bara fylgja leiðbeiningum mbl .

Takk Gunnar fyrir að láta alltaf vita þegar þú lest bloggið okkar.

Sólskinskveðjur Laufey


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

laufeyogsteina

Höfundur

Laufey
Laufey

Frábær hjúkrunarfræðingur 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...061125_0009
  • Í vetri og sól
  • Mona Lisa í Covent Garden
  • Og svo eina náttúrumynd
  • breið bros

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 350

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband