allt og ekkert

Er í fríi, er búin að blaðra í símann í 2 tíma við góða vinkonu, drekka kaffi , horfa á Ísland í bítið x2 og það fyndna við það að ég horfði og hlustaði  en mundi ekkert sérstaklega mikið frá fyrra skiptinu þegar endursýningin byrjaði, enda er ég löngu orðin sannfærð um að ég sé með byrjandi heilabilun, he,he.  Svona eiga frídagar að vera.

Er farin aðeins að pæla í kosningunum, fór að hugsa hvaða flokka ég hef kosið og komst að því að ég hef verið mjög sanngjörn og kosið alla flokka einhverntíma, nem frjálslynda flokkinn.  Er í raun í hjarta og sál mjög blá, en læt alltaf glepjast af fallegum kosningaloforðum annarra flokka og í kosningaklefanum grípur mig eitthvað æði og ég kýs ekki XD, (fyrirgefðu mér Davíð). Reyndi að ganga frá þessu núna með góðum fyrirvara og skráði mig í flokkinn. Þá get ég líka tekið þátt í prófkjörinu, hvað skeður síðan i kjörklefanum í vor verður milli mín og guðs. Er samt sífellt að pirra mig á þessum snobburum í flokknum og sá sem fer mest í taugarnar á mér er samt Björn Bjarnason, þekki manninn ekki neitt, en finnst undarlegar hugmyndir og jaðra við samsæriskenningar allar hans pælingar um þjóðaröryggismál. Sé oft fyrir mér hann, Jóhannes á Keflavíkurflugvelli og Georg Láruss, þar sem þeir sitja saman og finna upp á einhverju skemmtilegu, s.s. að vopna upp lögregluna, stofna lítinn her, leyniþjónustu o.s.fr.Held að þeim langi svo mikið bara til að leika sér. Og vilji fá nýtt dót til landsins. hmmmhmmm þetta er kannski bara allt samsæriskennningar í mér, hefði kannski ekki átt að skrá mig í flokkinn??????? Best að hugsa þetta aðeins  betur.

Er alinn upp í þvílíkri alþýðuflokks fjölskyldu að það eru eiginlega undur og stórmerki að ég skuli aðhyllast svona XD, trúlega hefur mín traumatiska upplifun í Svíþjóð í tæp 8 ár haft eitthvað að segja en var reyndar pínu blá fyrir þá reynslu.  jæja nóg af þessu röfli, er bara fegin á meðan ég er ekki orðin skinhead.

Var að horfa á my name is Earl í gær, dásamlegir þættir. Hló allan tímann, trúlega svona ánægð með að það er til vitlausara fólk en ég.  Bíð spennt eftir að Gray' s Anatomy byrji aftur, hvað haldið þið? Fær hún doktor dreamy ?(dásamlegt nafn). Er oforbetranlegur rómantíker og vil að allt endi vel í þessari ástarsögu.

Er að fara lenda í kvíðakasti út af þessu verkefni í skólanum, er haldinn mikilli frestunaráráttu og verð stressaðri og stressaðri út af vísindaskýrslunni, sem ég svo fæ mig ekki til að byrja á. Get ekki einu sinni einbeitt mér að því að lesa mér eitthvað til. Og lendi svo alltaf í því að gera allt á síðustu stundu og vaka fram eftir nóttu´, síðustu dagana fyrir skil :(  

Jæja ætla reyna gera eitthvað uppbyggilegt restina af deginum og rápa aðeins í Kringlunni. Alltaf gott að kaupa sér smá gleði. Smá brandari í lokin, þetta fékk ég á SMS um daginn (sést hvernig vinir manns hugsa um mann he,he))

"lögreglan hefur fundið lík með skorpulifur, kaffibrúnar tennur og sérstaklega slöpp brjóst. Sendu mér SMS svo ég vita að þú ert ok. Kveðja Ahyggjufull vinkona."

Ást í krukku og lifum í lukku, eigiði góðan dag í dag.

Laufey


Ró og spekt

 

Hér er allt í ró og spekt. Já, vinnudagurinn búin, eins og Laufey sagði var ég alltaf að gæta einhvers, hlaupandi í býtibúrið, svara síma og segja sjúkraliðanemum til. Sem betur fer er nú fjölgun í stéttinni og það koma flottir sjúkraliðar á næstu árum til starfa.

Ligg hér bara upp í sófa með með labtoppin og reyni að skrifa eitthvað. Vantar einhverja fydna sögu, bara dettur ekkert í hug, mjög andlaus eftir daginn. Nenni ekki einu sinni að kveikja á sjónvarpinu, hlutsta bara á Eric Calpton fer svo að hringja nokkur símtöl til að hressa mig við. Reyndar er alltaf einhver fjárans vírusaðvörun að poppa upp í tölvunni, veit ekkert hvað þetta er skelli bara alltaf á x-ið. Vonandi hrynur hún ekki á meðan ég er í henni.

Nú er ég nú að verða óróleg aftur, vill fara að komast til London, stefnan tekin þangað eftir nokkra daga. Kannske kemst ég á einhvern söngleik, tónleika eða eitthvað menningarlegt.

Setti inn mynd af sonum mínum, sem eru frábærir.

Dreymi ykkur öllum vel

Kveðja

Steina

 


Á LSH aftur, gaman, gaman.

Það var nú gott að komast aftur í vinnun, vel tekið af öllu starfsfólki og virtust sumir meira segja hafa saknað manns dálítið. Það var mikið að gera í allan dag en allt flaut vel áfram eins og smurð vél.

Enginn hádegismatur og þar með ekkert spjall eiginlega, rétt náði að spjalla við steinu sem hljóp á milli gáta (Þá meina ég ekki gátur sem þarf að leysa, heldur gátir á fólki sem er veikt og þarf stöðugt eftirlit), býtibúrs og símavörslu. Er síðan í fríi aftur á morgun einn dag, þvílíkur lúxus.

var að fá heimsokn, skrifa meira seinna.

Laufey 

 


Mýkingarefni

 

Já sennilega er ég bara grimm persóna í eðli mínu og öfunda þessa campari menn að lufsast i heita pottinum að drekka campari. Best að fara setja á sig mýkingarkrem fyrir nóttina,svo ég verði eitthvað skárri á morgun. Mun reyna að bæta mig og biðja fólk fyrirgefningar hægri og vinstri, vera soldið mannlegri.

Bið um að komast í HAM meðferð hjá Laufeyju, hefði gott af því.

Nú eru aðeins 2 dagar eftir í ömmuhlutverkinu, mér finnst þetta svo frábært, kannske ætti ég bara að hringja til foreldrana í París og biðja þau að vera aðeins lengur. UMMM og muna að vera góð við foreldrana sem gáfu mér svona frábær barnabörn. Hvaða bull er þetta, yfirleitt er ég nú með gott geðslag og ekki vond við fólk.

Jæja, sofa í hausinn á sér,svo maður getur hjálpað einhverjum á morgun með sitt geð, við Laufey stöndum sameinaðar á morgunvaktinni. Hlakka til.

Nýr dagur með allri sinni gleði.

Sofið rótt.

Kveðja Steina

 


Unglingar eða fullorðnir.

Sit hér sveitt yfir einhverjum undarlegum reikningum frá fyrirtæki sonarins. En það er ekkert sem eftirlitsstofnun ættti að hafa afskipti af. Bara endalaus Exel vinna. Járn hér og járn þar, beygjuboltar,skrúfur og guð má vita hvað.

Þetta gefur víst mikla peninga fyrir hann og mamma fær einstöku sinnum færslu á reikningin sinn vegna Excel vinnunar. Aðallega tekið út í Evrum,pundum eða dollurum. Góð vöruskipti það. Vel upp alið barn sem sagt.

Satt er það að sakir aldurs getur maður ekki einu sofið lengur á sunnudagsmorgnum, alveg óþolandi, svo horfir maður á unglingana sofa eins og engla. Alveg sammála þessu með samsæriskenningu Laufeyjar. Foreldranir eru svo syfjaðir á morgnana að þeir að ég held vita ekkert hvað gengur á í sjónvarpinu og gæti þess vegna verið að stofna ÞJÓÐERNISFLOKKINN ÞAR, svo þegar þau ná kosingaraldri myndu þau kjósa hann. (fer að fá lyfin mín bráðum,hehhe).

En það var flokkur að ég veit staddur fyrir austan fjall að fagna afmæli eins í flokknum i annað sinn á hálfum mánuði, og það er eins og meðlimir hafi skotist svona ca.30 ár aftur í tímann í aldri og farið að hringja eins og vitlausir í hin ýmsu númer.

Var einmitt trufluð um tvöleytið við lokalestur frábærrar bókar (Flugdrekadrengurinn, ráðlegg þessum aðilum að lesa hana frekar en að hanga með campari í heitum potti). Truflunin var ekki mjög vel séð, þrátt fyrir innihald símtalsins. Ef þessari aðdáun á okkur Laufeyju heldur áfram, þarf bara að fá sér nætursíma(sett á silent þá).

Svo heyrið það Campari menn, það á að sofa á nóttunni.

Jæja best að halda áfram í þessum hringlanda hér, stoppa í Exelinu, keyra börnunum út og suður, lærdómur hjá þeim og loks bíóferð.

Ef einhver þarf að tjá sig um þessa grein, endilega að skrifa, sem mest.

 

HlæjandiKveðja

Steina


að sofa út, hvað er það ??

Sit hér ein náttfötunum og kl. er tíu mínútur í átta. Hvur andsk... á þetta að þýða eiginlega á sunnudagsmorgni???

Ætlaði svo sannarlega að sofa lengur, en viðja vanans er ekki auðvelt að brjóta, var vöknuð klukkan sjö í morgun, reyndi að pína mig undir sæng til að ath. hvort ég myndi ekki sofna smá stund aftur, en nei það gerðist ekki. Gafst upp og fór fram og hitaði kaffi.  Sit hér sötra kaffi og horfi með öðru auganu á teletubbies, það er nú fyrirbrygði út af fyrir sig, er alltaf að pæla í því hvað krakkar sjá í þessu sem við sjáum ekki!! ótrúlega furðulegir þættir, en öll börn sem ég þekki undir 3 ára eru vitlaus í að horfa á þetta. Fæ svona snert af samsæriskenningu og fer að halda að sjónvarpsstöðvarnar hafi búið þetta til svo hægt væri að heilaþvo litla krakka til að horfa miiiiiikið á sjónvarp!! En það er víst best að vera ekki að viðra svona hugmyndir , myndi kannski bara lenda á deildinni minni sem sjúkl. en ekki hjúkka.

Var vakin í nótt af símanum kl. 04:30 og ekki einu sinni heldur tvisvar. Nennti ekki að röfla í símann um miðja nótt við drukkið fólk, og lagði þar með á x 2. Þetta var einhver sem býr í Kópavoginum, en grunar að það hafi verið fleiri sem hvöttu hann áfram í símavinnnunni.

Nennti ekki að gá að hini heilögu bók í gær, ætti kannski bara að fá mér nýa, kannski sér hjúkrunarfélagið aumur á mér og sendir mér nýja ef ég bið fallega. Gæti nátturulega sent Steinu af stað ef hún er í stuði og  hefur mikla hreyfiþörf, til að leita að bókinni. 

Fattaði loksins hvernig átti að setja inn myndir í gær, var alveg hrikalega auðvelt og ekki laust við að ég þessi klára kona færi pínu lítið hjá sér og hristi hausinn yfir sjálfri sér. Það er ótrúlegt hvað hægt er að vera lokaður stundum. Jæja ekkert við því að segja.

Er núna búin með þrjá bolla af kaffi er að verða bara helv... hress. Hvað ætli sé hægt að finn upp á í dag, þarf nú trúlega að bíða fram á hádegi eftir að strákurinn vakni. Ætti kannski að reyna gera einhver húsmóður störf þó mér leiðist þau ógurlega. Gæti nú örugglega komið einhverju í verk á 4 tímum.

bless í bili ætla reyna taka aðeins til ef eitthvað skemmtileg kemur uppá þá að sjálfsögðu deili ég því með ykkur.

bless kex í bili

Laufey 


DEtox

 

 

 

 

  1. Gleymdi að segja Laufeyju a með DEtox kúrnum verður hún eins og myndirnar á blogg síðunni okkar, bara að slaka og borða gulrótina þá gengur allt betur.
  2. Og ég er viss um að það slæðist eitthvert case í vísindarannsóknina.
  3. Jólakallinn kemur fyrir jól, kannske fyrr.

Skipulagsfríkið

Meyjan


Rólegheit.

 

Það er kominn fyrsti vetrardagur og veturinn framundan, hvernig skyldi hann nú verða. Það sér maður næsta vor þegar bloggið kemur undan vetri og maður sjálfur (guð má vita hvað maður verður búin að gera þá af sér). Hversu duglegt fólkið verður nú að halda lífi í þessu hjá okkur. Frumvörp til breytingar eru alltaf vel þegnar, verða ekki teknar til annarar umræðu eins í þinginu, heldur gert eitthvað í málinu strax. Þannig leggst þessi vetur í mig, gera hlutina strax og hafa gaman af.

Fór í dag í Heiðmörkina með krakkana, þvílík paradís sem hún er allstaðar jafnfallegt. Var samt hrædd um að villast þar, rata ekki að bílnum aftur. Er nefnilega soldið illa áttuð, bara á suður,vestur,norður og austur. Ekki á annað í lífinu. Þetta reddaðist með hjálp barnana, eins og börnum er títt, vissu þau alveg hvert ætti að fara upp eða niður brekku. Eftir labbið settumst við niður og fengum okkur nesti.

Einn faðirinn hafði drifið sig í að baka skonsur og smurt handa okkur. Snilldarbakari, en ekki á lausu dömur mínar, þessu var úðað í sig og haldið áfram að labba í þessu yndislega veðri sem var i dag. Sól eins og á alltaf að vera á veturnar.

Ég heyri að Laufeyju gengur vel vísindalega séð í skólanum. Hún kom við í kaffi og svo var slúðrað smávegis. Var tiltölulega róleg eftir volkið þarna vestra. Mætti samt senda ítrekun á bréfið til sveitastjóra og fleiri (ég slepp held ég) eftir 2 daga finnst mér. Kvöldinu skyldi varið fyrir framan bloggið, enn sem komið er engin útúrdúr, en nóttin er ung (og köld).

Það er samt soldið slæmt fyrir hana að vita ekki hvað hún ætti að gera á morgun, spurning að fara að leita bókarinnar og þræða leiðina fyrir hana, sem hún fór síðustu helgi. Maður veit ekki nema að hún gleymi að mæta á vakt, og hvað gerir maður þá það verður ekki höfuðlaus her, heldur hjúkkulaust staff og það verður allt geðveikt (black húmor). Það verður að gera eitthvað í þessu.

Svo blogg lesendur hafið augu og eyru opin, ef svarta bókin finnst eða ykkur finnst vera talað um að mæta með ókunnug börn til tannlæknis, einhver ætlar á x-vakt sem er ekki einu sinni hjúkka, sem sagt stöndum sameinuð.

Stofnum leitarflokkinn SVARTA BÓKIN (er reyndar hvít í verunni).

Njótið vetrarins verum glöð.

Farin að slaka á í húsmæðrastressinu, góðs viti.

Steina


laugardagur til lukku, eða hvað????

Er búin að fara í skólann í dag, hélt á tímabili að ég væri bara að skilja allt sem fjallað var um. En svo fóru að renna á mig tvær grímur þegar líða tók undir lok og útskýringarnar á vísindaskýrslunni urðu flóknari, og flóknari. Var alveg hætt að geta einbeitt mér og geispaði út í eitt, og hugsanirnar fóru á eithvað flökt um allt annað. Þarf víst að hafa hraðar hendur á því áð útvega mér eitthvað fórnarlamb til að taka í tilraunameðferð  í HAM og mæla  einhvert  vandamáli. Er einhver sem þarf að losna undan oki kvíða, fælni, áráttu eða þráhyggju þá er ég rétta manneskjan til að hafa samband við en engin garantí fyrir lækningu.

Er búin að gera dauðaleit á biblíunni minni (dagbókinni) en hún finnst ekki og ég veit ekkert hvernig ég var búin að plana framtíðina, hve margar aukavaktir ég var búin að skrifa mig á , eða hve margar ég er búin að vinna til að fylgjast með því að ríkið borgi mér það sem mér ber, hvenær ég á fara í skólann, fara með börnin til tannlæknis, og svo framvegis æ,æ,æ, hvílik mæða.

 Ahhhhhh...... nú kviknaði ljós, bókin hin heilaga hefur kannski dottið úr veskinu á síðasta jammi, vert að rannsaka það nánar.

Sé að steina er búin að laga síðuna, líst bara vel á þetta. Loksin mynda af okkur eins og strik, hef alltaf viljað vera svona grönn (he,he,) en finnst hárið í minnsta lagi þarna á þessum tveim.

Það var yndislegt að sofa í sínu eigin rúmi í nótt, og vakna svo úthvíld klukkan sjö í morgun.

Jæja ætla að fara og sækja Jakob minn, sem hefur saknað mömmu sinnar mikið. Róbert er að fara í afmæli og ætlar að koma seinna, það er byrjuð pínu svona unglingaveiki í honum og hann er ekkert endilega sína mömmu það of oft að hann sé mömmustrákur.  Þarf að skreppa til dótturinnar með skúringargræjur, en það hefur ekki verið efst á forgangslistanum hjá henni að kaupa það eftir að hún fór að búa sjálfstætt.

síðasti sumardagu í dag hmmm eða er fyrsti vetrardagur í dag, hvort sem er þá er það frekar dapurlegt að eiga allan veturinn framundan, langar aftur til spánar. Jæja það er kannski bara að einbeita sér að markmiðinu sem sett var fram í síðustu viku "jólakærasta". En hægt þokar í þeim málum.

get bara ekki hætt þessu þvaðri greinilega, jæja ætla bara að vista þessa vitleysu og drífa mig út

bæ í bili Laufey


Tiltekt

Elsku Laufey

 

Er svo mikið að taka til,svo ég þreif aðeins útlitið hjá okkur. Þú breytir bara aftur og vona að mér sé fyrirgefið. Smá tilbreyting fyrir þig í tilefni heimkomunnar.

Og þið hin sem eruð alltaf að kíkja á síðuna, ég vil endilega heyra smá komment á þetta eins og t.d. lélegt,gott.frábært. þið eruð stórkostlegar Laufey og Steina.

Kveðja

Vogakonan 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

laufeyogsteina

Höfundur

Laufey
Laufey

Frábær hjúkrunarfræðingur 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...061125_0009
  • Í vetri og sól
  • Mona Lisa í Covent Garden
  • Og svo eina náttúrumynd
  • breið bros

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband