Færsluflokkur: Bloggar
25.12.2006 | 22:10
jóla hjól, og fleira skemmtilegt
Jæja þá eru jólin komin , búið að taka upp alla pakka og var að koma úr jólaveislu hjá föðurbróður mínum, og það var ekki fjarri lagi að hún væri eins og lýsing Baggalútar á annanni jólum, frábært lag og texti.
Eða eins og sonur minn sagði hér er ekkert nema fullorðið fólk að tala um ekkert.
Ekki fjarri lagi. enn alltaf viss sjarmi og gaman að sjá alla. Suma sér maður ekki nema einu sinni á ári, það eina leiðinglega við þetta er að vera minntur á hversu gamall maður er. Maður sér öll börnin í fjölskyldunni sem bara verða eldri og koma svo með kærustur og kærasta, og maður upplifir sig bara eldri og eldri. Skrýtið , mér finnst ég alltaf vera eins , ung og falleg.
Sit hér heima núna og hlusta á Sálina og Gospel frábær diskur, jólagjöf til sjálfrar mín í ár.
Var reyndar að vinna aðfaranótt aðfangadags og á aðfangadagskvöld. Fremur fúlt en svona er þessi vinna sem maður hefur valið sér, sei sei já. Það var reyndar mjög fáir inniliggjandi sem betur fer og allt rólegt.
Jólaboð deildarinnar fór allt vel fram, og við á deildinni skemmtum okkur saman eins og englar miðað við það sem fram fer á mörgum öðrum vinnustöðum eftir því sem maður hefur heyrt. Set inn nokkrar myndir frá þeirri frábæru skemmtun.
Er nú að fara yfirgefa LSH og ætla að fara vinna út á landi, enda bæði betur borgað og svo fæ ég fína íbúð til að búa í. Hlakka til að takast á við ný verkefni þar og vonandi verður þetta bara til góðs.
Ekki tókst að finna jólakærasta fyrir þessi jól, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Svo að það verður áframhaldandi verkefni fyrir næstu jól. (he,he :-))
Gleðileg jól allir sem lesa og allir sem ég þekki þarna úti
Laufey
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.11.2006 | 00:49
Fögur er vor fósturjörð
Jæja
Nú er þessari dvöl að ljúka í þessu landi, núna hugsa ég'''' Fer sko ekki að heiman næstu mánuði, ætla bara vera heima á Íslandi og vinna,hitta fjölskylduna mína og vini og ekkert annað. Undarlegt er það hve maður saknar heimalandsins, ef maður fer af skerinu smástund. Svo sennilega ekki fyrr komin heim er maður segir. Það er alltaf svo kalt og ógeðslegt hér á landinu.
Samt var þetta mjög skemmtileg ferð, hitti systur mína sem ég hef ekki hitt í nokkur ár og hennar fjölskyldu. Verið viðstödd allt mögulegt. Samt finnst mér maður hafa takmarkaða ferðagetu hér í U.S.A ef maður er ekki með bíl og social ferðafélaga að þvælast um allt.
Maður fær líka innsýn í það hvað maður er heppin að búa á Íslandi, þótt það sé kalt, dimmt og drungalegt yfir veturinn. Miklu frjálsari með alla skapaða hluti. Börn geta verið úti að leika sér á daginn. Maður fær ekki æðiskast ef maður missir sjónar af þeim í búðum, hér er það þannig að þeim getur verið hreinlega stolið af einhverjum perverta á næsta augnabliki.
Systir mín hleypir mér ekki einni út að kveldi til, ekki einu sinni út í búð. Hún segir að manni geti bara verið rænt. Mér finnst þetta nú fulllangt gengið á köflum, en hún hlýtur að vita þetta eftir að hafa búið hér í fjölda ára. Allavega frábær heimsókn.
Næst á dagskrá er að fara að rétta sig af tímalega séð. Það er 6 tíma munur, legg af stað á morgun en verð samt ekki komin fyrr en á fimmtudagsmorgunin til Íslands.
Hlakka til að sjá ykkur öll.
Kveðja
Steina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.11.2006 | 00:00
Á hnjánum
Jæja, nú er maður búin að vera viðstaddur ýmsar athafnir í henni Ameríku. Fyrst skal telja Thanks giving. Það er mjög mikið í kringum þann dag, nánast eins og hjá jólunum hjá okkur á Íslandi.
Samt dagin eftir verður allt vitlaust í búðunum, sá dagur er kallaður Black Friday, þá geta búðirnar náð upp sölu sem á vantaði yfir árið, sem sagt allt á útsölu.´Búðirnar opna sumar kl. 05.00 um morgunin og þá er komin biðröð, hægt að fá allt fyrir skít á priki eins og Islendingar myndu segja. Ekki nennti ég nú að rífa mig upp fyrir allar aldir, því hér í henni Ameríku finnst mér allt ódýrt miðað við Ísland. En missti nú samt af MP3 spilara sem mig langaði í, gengur betur næst. Annars eru töskur mínar fullar sennilega af allskonar ónausynlegum hlutum, en maður er nú bara í Amreríku einu sinni, kannske verður meira seinna. Who knows.
Svo er annað merkilegt sem ég var viðstödd í dag. Það var skírn upp á kalþólska vísu, var verið að taka litla frænku mína inn í kaþólska trú. Ekki þetta vesen eins og heima, heldur mjög látlaust, fyrst kaþólsk messa og síðan aðeins nánustu aðstandendur.
En satt að segja hef ég aldrei legið eins mikið á hnjámum eins og krikjunni í dag, vonandi verð ég nú ekki kaþólsk eftir allt. Ekki það ég held að þetta sé ágætistrú.
Nú fer þessari dvöl að ljúka, er á leiðinni til Orlando og svo heim. Home sweet home. Það er óðum að koma jólaljós út um allt hér og heilu jólaþorpin fyrir framan sum hús hér í bæ, gaman að sjá þetta.
Jæja,bless í bili.
Annars er svakalega fínt veður hér, það snjóar aldrei skilst mér.
Kveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.11.2006 | 01:53
Enn af vinnu á LSH
Er að verða pínu langþreytt, hefur verið geðveikt (he, he) að gera á geðdeild í vinnunni. Og ekki er eins og stjórarnir fylgjist nógu vel með, var nýlega að hlusta á rannsóknir sem gerðar hafa verið á vinnuálagi hjúkrunarfræðinga . Þar sem það kom greinilega fram að því fleiri sjúklingar per hjúkrunarfræðing þá aukin hætta á alla vega mistökum og dauðsföllum, já ég skrifaði dauðsföll (veit reyndar ekki um neitt á geðdeildum, sem betur fer). En þá er hjúkrunarfræðingum fækkað á minni deild, og vinnuálagið aukið um helming. Er að sinna að meðaltali 9-13 sjúklingum á vakt, og það er ekki nokkur leið að geta sinnt öllu þessu fólki svo vel sé. Fer heim alltaf með óánægju tilfinningu í maganum og finnst að ég hafi ekki getað gefið þessu fólki tíma sem það á skilið.
Komst svo að því að ég er með þeim lægst launuðu á minni deild. Var að vinna með einum sem er með sömu laun og ég og viðkomandi útskrifaðist fyrir ári. Þetta gerði mig leiða, og mér finnst ekki vera metið starfið sem ég er að skila. Ég er búin að vinna í 14,5 ár og finnst að það eigi að meta það eitthvað. Svo eru allir hissa að það gangi illa að fá hjúkrunarfræðinga í vinnu ????
Ekki finnst mér launin mín of há fyrir einhvern nýútskrifaðan, en mér finnst mín of lág miðað við mína reynslu og fyrir það sem ég er að skila af mér í vinnunni. Er góður hjúkrunarfræðingur og með ágætis reynslu.
Ekki skilar það sér hjá okkur þetta kapitaliska samfélag, því framboð og eftirspurn virkar ekki innan ríkisins. Ef það væri þannig þá værum við með miklu hærri laun. Er held ég hætt við að kjósa sjálfstæðisflokkinn fuss og svei bara.
Er orðin langþreytt á að þurfa vinna 60-100 næturvinnutíma til að geta framfleytt mér og minni fjölskyldu, sem er þó í dag ekkert sérstaklega stór.
kvart og kvein í kvöld enda búin að vinna 16 tíma og get ekki sofnað, þarf að mæta aftur kl. 8 í fyrramálið og ekki þíðir að vera með hangandi haus.
En þetta fylgir vaktavinnunni smá svona svefntruflanir....
Er á fullu í náminu og þetta allt farið að skýrast. Held bara að þetta verði nokkuð gott.
Er að fara í jólaboð deildarinnar á laugardag það verður nú til að lyfta sér upp, hhhmmmm hvaða kjól ætti maður að fara í , er búin að kaupa mér hreindýra horn í hárið og rautt blikkandi nef, þannig að það er eiginlega sama hvað maður fer í það gengur allt við það he, he.
góða nótt og sofið róttt, ætla reyna það líka
Laufey
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2006 | 21:44
Ameríka
Jæja, nú er maður komin í hina stóru Ameríku, reyndar margir dagar síðan. Helmikið ferðalag, ekki nóg að lenda á Orlando. Heldur þurfti maður að keyra í ca. 4 tíma eftir 7 tíma flug. Komin sem sagt langt inní landið.
Heldur rólegt hérna miðað við allt sem maður hefur heyrt um stóra landið. Samt alveg yndisleg bókabúð hér.
En það er annað í þessum ca. 200 þús. manna bæ. Enginn strætó????? Kanin fer allt á bíl, ekki gert ráð fyrir gangandi fólki. Ekki leigubílar út um allt.
En allt ódýrt, þannig að manni langar til að hækka yfirdráttinn um slatta. Annars er Kaninn ósköp elskulegur. Er sem sagt í góðu yfirlæti hjá systur og manni.
Mætti samt vera eins og eitt ball, er fínt annars að slappa bara af.
Vona að allt sé undir contról heima. Fer að komast á klakann aftur, hér er annars hálf kalt ekki nema 15 stiga hiti. Sakna Íslands.
Kanakveðjur
Steina
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.11.2006 | 10:16
BNA
Upp kom spurning hjá aðdáenda bloggsins hjá okkur hvað væri BNA. Þessari sömu skammstöfun átti ég í stökustu vandræðum með í einum mannkynssögu áfanga hér á árum áður. Lengi vel talaði kennarinn alltaf um BNA (tek fram þetta var einn skemmtilegasti sögukennari sem ég hef haft). Ekki vildi ég upplýsa fáfræði mína á þessari skammstöfun og leitaði og leitaði í huganum hvað í fjandanum þetta væri. Fannst kannast við söguna í kringum þetta. Jú indjánar komu við sögu, þrælainnflutningur, plantekrur og mikil mannvonska á hendur þrælum.
Játaði ég mig sigraða einn daginn og hvíslaði að samnemanda mínum, mjög skömmustuleg:
Segðu mér, fyrir hvað stendur þessi skammstöfun BNA????
Undrandi var litið á mig og sagt:
Nú auðvitað Bandaríkin!!!!!!
En samt man ég ekki núna hver nákvæm skammstöfunin er, hef samt afsökun núna sem er að ég er aðeins eldri og minnið ekki jafngott og í þessum söguáfanga.
Tek fram að ég náði þessum áfanga með stæl, svo ekki kom að sök að ég vissi ekki leynilegu skammstöfuna í upphafi. Kannske hún hafi komið frá CIA.
Hafið það öll gott.
Kveðja
Steina
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.11.2006 | 23:39
Millilending
Jæja
Búin að millilenda hér á landi, er að fara til BNA. Skveraði mér á nokkrar vaktir í vinnunni til að gleyma ekki vinnufélögunum, engu gleymt. Alltaf jafn elskuleg.
Vona að ég komist í almennilega tölvu þarna úti og rætt um heimsmálinn þaðan. Laufey ætlar að rannsaka sinn hóp hér á landi og vera ofurkona í skóla,vinnu,heimili og stjórna batteríunum á Íslandi á meðan.
Verið nú öll stillt og prúð, en umfram allt gleymið ekki lífsgleðinni, brosinu og barasta að vera góð við hvert annað.
Kveðja
Steina
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.11.2006 | 14:43
London calling
Well at last on my last day I can blog something. Nu verdur stafsetning eitthvad skritinn, enskt lyklabord. Undarlegt ad englendingar skulu ekki hafa islenskt lyklabord. eins og vid erum dugleg ad versla i Englandi. Tala nu ekki um hvad kauphednar a 'Islandi eru mikilir snillingar ad fjarfesta her. thetta er buid ad vera algjort letilif. Geri nanari grein fyrir minum gerdum thegar er komin til 'Island.
Hafid thad gott thangad til.
Heimferd plonud i kvold, god I am going crazy on thi keyboard, I will do some shopping to get me in right mood to go home tonight.
See you all soon.
Bless
Steina
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.11.2006 | 19:49
Stress dagar
Er í vinnunni, virðist ekki gera neitt nema vinna orðið, jæja ég verð örugglega ánægð um mánaðarmótin , meira að eyða fyrir jólin.
Verið ansi mikið að gera og á fullu í skólanum líka, þetta er allt mjöööög skemmtilegt. Fengum heimaverkefni, svo nóg er að gera á næstunni.
Ekkert heyrist frá Steinu í London og ég vona að hún skemmti sér vel og hafi fengið miða á ABBA sjóvið. Bíð spennt eftir að einhverjar myndir komi á bloggið og þá sérstaklega af kápum, þar sem hún ætlar að finna eina slíka fyrir mig í heimsborginni London.
kveð að sinni
Laufey
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.11.2006 | 03:32
laugardagur til lukku
Já, eru ekki laugardagar til lukku. Fór heim í morgun oglagði mig í tvo tíma, svo í skólann. Boðin í afmæli kl. 15 og komin heim aftur kl. 17 sofnuð í sófanum 10 mín seinna og svaf til 22, get svo náttúrulega ekki sofið núna. Hef nóg að gera á morgun þannig að ekki sef ég á morgun of lengi. Á svo að fara vinna kl. 16.30. Þetta er nú meira lífið stundum..........
Já aftur komið laugardagskvöld og ekki er ég að gera neitt merkilegt, búin að sofa megnið af kvöldinu og horfði svo á X-men mynd, veit ekki hvar í röðina hún var, en´myndin var bara allt í lagi.
Já, í gær á hjúkrunarþinginu voru samþykktar allavega tillögur af hjúkrunarfræðingunum sem voru þar og er hægt að lesa allt um það á hjukrun.is. Flest hef ég heyrt áður og eru bara þónokkur ár síðan, það er alltaf verið að tala um breytingar og svo skeður aldrei neitt. Þetta er það sama með pólitíkusa tal,tal,tal, og svo skeður ekki neitt. En álagið á heilbrigðisstofnunum landsins eykst stöugt en ekkert er gert til að laga það, mér finnst oft vanta framsýn í stjórnmálamenn landsins og þá er ég ekki að tala um næstu 10 ár, við verðum að getað planerað lengra fram í tímann.
Svoar fjallað umhjúkrunarfr.í stjórnsýslunni og hvar við komum þar inn. s.s. hvernær löggilding var, breyting á námi hjúkrunarfr. þegar allt var flutt í háskólann, eitt félag í stað tveggja, osfr. Ekkert sérstaklega spennandi. Svo var farið að ræða menntunarmál. En framtíðin er að menntun hjúkrunarfræðinga (og annarra) sé samræmd í Evrópu. Búið er að bera saman menntun á milli landa og er hún æði misjöfn, en að sjálfsögðu er besta menntunin hér !!!! Að sjálfsögðu Íslands er alltaf besssst.
Fór svo heim áður en pallborðs umræður hófust , nennti bara ekki að sitja þarna lengur. Saknaði yngri kynslóðarinnar en ég held að engin sem var þarna hafi verið undir 40 (nema ég he, he,). finnst oft að það sé sama fólkið á öllum ráðstefnum og þingum. Hvet semsagt alla hjúkr.fr. yngri en fertuga til að láta til sín taka á næsta hjúkrunarþingi.
Jæja nennni ekki að tala um þetta meir, vonandi eru allir búnir að vera gera eitthvað skemmtilegt í kvöld. Ætla að hætta að vera svona alvarleg. Bless kex veriði hress
Laufey
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
laufeyogsteina
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 454
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar