Enn af vinnu á LSH

Er að verða pínu langþreytt, hefur verið geðveikt (he, he) að gera á geðdeild í vinnunni. Og ekki er eins og stjórarnir fylgjist nógu vel með, var nýlega að hlusta á rannsóknir sem gerðar hafa verið á vinnuálagi hjúkrunarfræðinga . Þar sem það kom greinilega fram að því fleiri sjúklingar per hjúkrunarfræðing þá aukin hætta á alla vega mistökum og dauðsföllum, já ég skrifaði dauðsföll (veit reyndar ekki um neitt á geðdeildum, sem betur fer). En þá er hjúkrunarfræðingum fækkað á minni deild, og vinnuálagið aukið um helming. Er að sinna að meðaltali 9-13 sjúklingum á vakt, og það er ekki nokkur leið að geta sinnt öllu þessu fólki svo vel sé. Fer heim alltaf með óánægju tilfinningu í maganum og finnst að ég hafi ekki getað gefið þessu fólki tíma sem það á skilið.

Komst svo að því að ég er með þeim lægst launuðu á minni deild. Var að vinna með einum sem er með sömu laun og ég og viðkomandi útskrifaðist fyrir ári. Þetta gerði mig leiða, og mér finnst ekki vera metið starfið sem ég er að skila. Ég er búin að vinna í 14,5 ár og finnst  að það eigi að meta það eitthvað. Svo eru allir hissa að það gangi illa að fá hjúkrunarfræðinga í vinnu ????

Ekki finnst mér launin mín of há fyrir einhvern nýútskrifaðan, en mér finnst  mín  of lág miðað við mína reynslu og fyrir það sem ég er að skila af mér í vinnunni. Er góður hjúkrunarfræðingur og með ágætis reynslu.

Ekki skilar það sér hjá okkur þetta kapitaliska samfélag, því framboð og eftirspurn virkar ekki innan ríkisins. Ef það væri þannig þá værum við með miklu hærri laun.  Er held ég hætt við að kjósa sjálfstæðisflokkinn fuss og svei bara.

Er orðin langþreytt á að þurfa vinna 60-100 næturvinnutíma til að geta framfleytt mér og minni fjölskyldu, sem er þó í dag ekkert sérstaklega stór.

kvart og kvein í kvöld enda búin að vinna 16 tíma og get ekki sofnað, þarf að mæta aftur kl. 8 í fyrramálið og ekki þíðir að vera með hangandi haus.

En þetta fylgir vaktavinnunni smá svona svefntruflanir....

Er á fullu í náminu og þetta allt farið að skýrast. Held bara að þetta verði nokkuð gott.

Er að fara í jólaboð deildarinnar á laugardag það verður nú til að lyfta sér upp, hhhmmmm hvaða kjól ætti maður að fara í , er búin að kaupa mér hreindýra horn í hárið og rautt blikkandi nef, þannig að það er eiginlega sama hvað maður fer í það gengur allt við það he, he.

góða nótt og sofið róttt, ætla reyna það líka

Laufey


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

laufeyogsteina

Höfundur

Laufey
Laufey

Frábær hjúkrunarfræðingur 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...061125_0009
  • Í vetri og sól
  • Mona Lisa í Covent Garden
  • Og svo eina náttúrumynd
  • breið bros

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 349

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband