23.5.2007 | 03:01
jafnrétti hvað !
Var alls ekki óánægð með útkomu kosninganna, en ég verð að lýsa yfir minni óánægju með ráðherraval sjálfstæðisflokksins, aðeins ein kona ráðherra ? Mínir mætu menn hvað er í gangi ?
Vonaðist að sjálfsögðu eftir að fleiri konur yrðu skipaðar, enda fullt af frábærum konum sem voru kosnar inn á þing í ár eins og t.d. Guðfinna sem var rektor Háskóla Reykjavíkur. Ekki móðga kjósendur ykkur, var ekki Björn með útstrikanir uppá tæp 20% og hann er samt settur ráðherra? Vill einhver útskýra þetta fyrir mér.
Held ég þurfi alvarlega að endurskoða hvert atkvæðið mitt fer í næstu kosningum.
Hef reyndar pínu áhyggjur af Guðlaugi, það hefur engum heilbrigðisráðherra farnast vel undanfarin ár. Hver man ekki eftir aftöku Guðmunds Árna, eða Ingibjörgu óvinsælu, Jóni rólega , og svo Sif, sem fékk ekkert að njóta sín . Eða á maður að segja að kluðra hlutunum fyrir sjálfri sér, það voru reyndar mjög dubios mál eins og bæklingar sem voru prentaðir kannski fyrir fé úr sjóði aldraðra, eða óperu tónleikar á Hjúkrunarheimilum landsins. Hef sjálf ekki orðið vör við neina tónleika, en það er ekkert að marka er ekki svo menningarleg heldur. Hef átt í fullu fangi með að framfleyta mér.
Jæja, kannski fer að virka framboð og eftirspurn á spítalanum , og við hjúkrunarfræðingar fáum hærri laun. Enda er gríðarlegur skortur á hjúkrunarfræðingum á LSh þessa dagana.
Jæja, nóg af röfli í bili. Er að hugsa um að fara sofa, enda lítur allt betur út í dagsbirtu. Kannski verð ég bara sátt á morgun.
kveðja í bili Laufey
Um bloggið
laufeyogsteina
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.