21.11.2006 | 21:44
Ameríka
Jæja, nú er maður komin í hina stóru Ameríku, reyndar margir dagar síðan. Helmikið ferðalag, ekki nóg að lenda á Orlando. Heldur þurfti maður að keyra í ca. 4 tíma eftir 7 tíma flug. Komin sem sagt langt inní landið.
Heldur rólegt hérna miðað við allt sem maður hefur heyrt um stóra landið. Samt alveg yndisleg bókabúð hér.
En það er annað í þessum ca. 200 þús. manna bæ. Enginn strætó????? Kanin fer allt á bíl, ekki gert ráð fyrir gangandi fólki. Ekki leigubílar út um allt.
En allt ódýrt, þannig að manni langar til að hækka yfirdráttinn um slatta. Annars er Kaninn ósköp elskulegur. Er sem sagt í góðu yfirlæti hjá systur og manni.
Mætti samt vera eins og eitt ball, er fínt annars að slappa bara af.
Vona að allt sé undir contról heima. Fer að komast á klakann aftur, hér er annars hálf kalt ekki nema 15 stiga hiti. Sakna Íslands.
Kanakveðjur
Steina
Um bloggið
laufeyogsteina
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 452
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
geimveran kvittar
Ólafur fannberg, 22.11.2006 kl. 09:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.