Á hnjánum

Jæja, nú er maður búin að vera viðstaddur ýmsar athafnir í henni Ameríku. Fyrst skal telja Thanks giving. Það er mjög mikið í kringum þann dag, nánast eins og hjá jólunum hjá okkur á Íslandi.

Samt dagin eftir verður allt vitlaust í búðunum, sá dagur er kallaður Black Friday, þá geta búðirnar náð upp sölu sem á vantaði yfir árið, sem sagt allt á útsölu.´Búðirnar opna sumar kl. 05.00 um morgunin  og þá er komin biðröð, hægt að fá allt fyrir skít á priki eins og Islendingar myndu segja. Ekki nennti ég nú að rífa mig upp fyrir allar aldir, því hér í henni Ameríku finnst mér allt ódýrt miðað við Ísland. En missti nú samt af MP3 spilara sem mig langaði í, gengur betur næst. Annars eru töskur mínar fullar sennilega af allskonar ónausynlegum hlutum, en maður er nú bara í Amreríku einu sinni, kannske verður meira seinna. Who knows.

Svo er annað merkilegt sem ég var viðstödd í dag. Það var skírn upp á kalþólska vísu, var verið að taka litla frænku mína inn í kaþólska trú. Ekki þetta vesen eins og heima, heldur mjög látlaust, fyrst kaþólsk messa og síðan aðeins nánustu aðstandendur.

En satt að segja hef ég aldrei legið eins mikið á hnjámum eins og krikjunni í dag, vonandi verð ég nú ekki kaþólsk eftir allt. Ekki það ég held að þetta sé ágætistrú.

Nú fer þessari dvöl að ljúka, er á leiðinni til Orlando og svo heim. Home sweet home.Whistling Það er óðum að koma jólaljós út um allt hér og heilu jólaþorpin fyrir framan sum hús hér í bæ, gaman að sjá þetta.

Jæja,bless í bili.

Annars er svakalega fínt veður hér, það snjóar aldrei skilst mér.

Kveðja

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Kvitt

Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.11.2006 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

laufeyogsteina

Höfundur

Laufey
Laufey

Frábær hjúkrunarfræðingur 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...061125_0009
  • Í vetri og sól
  • Mona Lisa í Covent Garden
  • Og svo eina náttúrumynd
  • breið bros

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband