jóla hjól, og fleira skemmtilegt

Jæja þá eru jólin komin , búið að taka upp alla pakka og var að koma úr jólaveislu hjá föðurbróður mínum, og það var ekki fjarri lagi að hún væri eins og lýsing Baggalútar á annanni jólum, frábært lag og texti.

Eða eins og sonur minn sagði hér er ekkert nema fullorðið fólk að tala um ekkert.

Ekki fjarri lagi. enn alltaf viss sjarmi og gaman að sjá alla. Suma sér maður ekki nema einu sinni á ári, það eina leiðinglega við þetta er að vera minntur á hversu gamall maður er. Maður sér öll börnin í fjölskyldunni sem bara verða eldri og koma svo með kærustur og kærasta, og maður upplifir sig bara eldri og eldri. Skrýtið , mér finnst ég alltaf vera eins , ung og falleg.

 Sit hér heima núna og hlusta á Sálina og Gospel frábær diskur, jólagjöf til sjálfrar mín í ár.

Var reyndar að vinna aðfaranótt aðfangadags og á aðfangadagskvöld. Fremur fúlt en svona er þessi vinna sem maður hefur valið sér, sei sei já. Það var reyndar mjög fáir inniliggjandi sem betur fer og allt rólegt.

Jólaboð deildarinnar fór allt vel fram, og við á deildinni skemmtum okkur saman eins og englar miðað við það sem fram fer á mörgum öðrum vinnustöðum eftir því sem maður hefur heyrt. Set inn nokkrar myndir frá þeirri frábæru skemmtun.

Er nú að fara yfirgefa LSH og ætla að fara vinna út á landi, enda bæði betur borgað og svo fæ ég fína íbúð til að búa í. Hlakka til að takast á við ný verkefni þar og vonandi verður þetta bara til góðs.

Ekki tókst að finna jólakærasta fyrir þessi jól, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Svo að það verður áframhaldandi verkefni fyrir næstu jól. (he,he :-))

Gleðileg jól allir sem lesa og allir sem ég þekki þarna úti

Laufey


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Því miður verðum við bara eldri... þú kannski finnur nýárs kærasta í staðinn

Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.12.2006 kl. 10:43

2 identicon

I just want to wish you a happy new year.

Ola

Ola Langaas (IP-tala skráð) 29.12.2006 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

laufeyogsteina

Höfundur

Laufey
Laufey

Frábær hjúkrunarfræðingur 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...061125_0009
  • Í vetri og sól
  • Mona Lisa í Covent Garden
  • Og svo eina náttúrumynd
  • breið bros

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband