Færsluflokkur: Bloggar
15.8.2008 | 16:03
borgin mín
Er algjörlega orðlaus, eftir allt þetta leynimakk í borgarstjórninni. Ætla bara ekkert að röfla um hvað mér finnst um þetta enda yrði ég bara pirruð og fúl.
Ég held að það sé búið að segja allt sem segja þarf á blogginu hvort eð er.
Dásamleg helgi framundan, frí , frí jibbí.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2008 | 09:25
búferlaflutningar, ný vinna, ný íbúð
Er komin í bæinn aftur eftir ár í útlegð í Stykkishólmi. Var góður tími en saknaði mikið fjölskyldunnar og vina.
Það er orðið fullreint hjá mér að vera út á landi, og verða ekki gerðar tilraunir til þess á næstunni.
Er búin að koma mér vel fyrir í Hlíðunum uppá 4 hæð, og mín líkamsrækt fer fram þegar eru þvottadagar. Þá eru farnar að m.k. 10 ferðir niður og 10 ferðir upp með þvott fram og til baka. Var mjög móð í byrjun en er farin að finna fyrir aukni þoli og verð ekki móð fyrr en eftir 3-4 ferðir he,he.
Fór að vinna aftur á LSH yndislegt að koma í gömlu vinnuna aftur. Breytti svo um og fór í sölu á heilbrigðisvörum núna á miðju sumri er að koma mér inní nýju vinnunni og líkar vel.
laufey
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2007 | 21:39
flutningar, flutningar
Er hér enn fyrir vestan, en flutti sem sagt í 2ja vikna fríinu mínu í íbúð sem lekur ekki og þar sem ekki er fúkkalykt. Fór með allt á gamla góða bílnum mínum á milli húsa sem ég mögulega gat troðið inní hann og tók það viku. Fékk síðan minn elskulega bróðir sem er sífellt að aðstoða mig til að koma ásamt elsta syninum og hans vini til að koma og aðstoða með stóru hlutina, þetta gékk allt vel.
En andsk..... var ég þreytt á eftir, þannig að ekki hvíldist ég mikið í fríinu.
Skrapp í helgarferð til Skotlands með vinkonu um s.l. helgi. Það var mikið fjör og mikið verslað. Var eiginlega þreyttari þegar ég kom heim en þegar ég fór, en það var þess virði.
Er komin í vinnu og hér eru allir að pæla í jólavinnuskýrslunni sem lagð var fram fyrir ca. 2 vikum og fékk vægast sagt misjafnar undirtektir. Sumir fengu skv. óskum en aðrir þurfa að vinna bæði jól og áramót , er ekki alveg að skilja hvernig þetta var pælt út.
Er ekkert sérstaklega ánægð sjálf en ég fékk ekkert af því sem ég óskaði eftir.
En þetta verðum við heilbrigðisstarfsfólk að þola.
kv Laufey
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.9.2007 | 04:53
ekkert
hef ekkert skrifað í 2 mánuði, er haldin ritstíflu. er enn fyrir vestan og allt í goodddí. Búið að gera við þakið, lekur sem sagt ekki lengur. Er enn að þrífa tauma á veggjunum eftir síðasta leka.
Fer í frí í september í 2 vikur hlakka mikið til.
laufey
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.7.2007 | 00:05
enn fyrir vestan
Er bara ordin nokkuð sátt bæði í vinnu og prívat lífinu eftir þessa flutninga. Það er reyndar ekki enn búið að klæða húsið, né gera við þakið. Var með tjáð í vinnunni að eigandinn væri víst eitthvað nískur og myndi ööörugglega ekki gera þetta neitt á næstunni. Vil alltaf trúa því góða um alla og held bara að hann geri þetta á allra næstu dögum, enda aldrei neitt nema almennilgeg heitin þegar minnst er á þetta. Hann hefur reyndar boðið mér flotgalla og regnhlíf og fannst mér það frekar svona kannski flókið að þurfa vera alltaf þannig klædd hérna heima ef rignir, og afþakkaði allavega i bili. Vona bara að hann klári þetta fyrir veturinn.
Er búin að reyna fá annað leigt en það hefur ekki gengið eftir ennþá. En maður veit aldrei hvenær það breytist.
Mikið búið að ræða giftingar í vinunni, eftir þessa helgi þar sem margir vildu gifta sig 07.07.07 voru víst einhverjir búnir að panta kirkju en ekki enn búnir að finna makann, mér finnst það alveg makalaust. Var að íhuga hvort ég ætti að hafa góðan fyrirvara á mér og setja sotla pressu á mig (sko til að finna kærasta ) og panta 07.09.13 , það eru nokkur ár í það, og maður myndi kannski einbeita sér betur að þessum málum hm, hm,
Veit bara ekki hvaða kirkju ég ætti að velja, hef reyndar alltaf litist vel á Háteigskirkju, en þar heldu strákarnir mína að hringjarinn frá Notre Dame ætti heima. Veit ekki til þess að hann hafi nokkuð verið þar en það var krúttaralegt að þeir skildu halda það. Já, ég held bara að Háteigskirkja yrði fyrir valinu, vonandi er hægt að gera þetta þó svo maður hafi ekki nafnið á makanum ennþá.
Jæja nóg af þessu þvaðri, ætla reyna fara sofa.
góða nótt
Laufey
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.5.2007 | 00:22
Sumarið loksins komið !
Og barasta allt það besta að segja um veðrið her í hólminum í dag. Flatmagaði í sundi og náði að roðna aðeins í andlitinu, vonandi verðu bara áframhald á þessu allavega næstu 2 daga en þá á ég frí.
Er að jafna mig á þessum flutningum og allir að verða nokkuð sáttir, enda ekki annað hægt í þessu blíðskaparveðri. Horfi hér út á bryggju á spegilsléttan sjóinn og bláan himininn og finnst bara Ísland vera best í heimi.
Ætla fara að horfa á útsýnið aftur.
Laufey
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2007 | 03:01
jafnrétti hvað !
Var alls ekki óánægð með útkomu kosninganna, en ég verð að lýsa yfir minni óánægju með ráðherraval sjálfstæðisflokksins, aðeins ein kona ráðherra ? Mínir mætu menn hvað er í gangi ?
Vonaðist að sjálfsögðu eftir að fleiri konur yrðu skipaðar, enda fullt af frábærum konum sem voru kosnar inn á þing í ár eins og t.d. Guðfinna sem var rektor Háskóla Reykjavíkur. Ekki móðga kjósendur ykkur, var ekki Björn með útstrikanir uppá tæp 20% og hann er samt settur ráðherra? Vill einhver útskýra þetta fyrir mér.
Held ég þurfi alvarlega að endurskoða hvert atkvæðið mitt fer í næstu kosningum.
Hef reyndar pínu áhyggjur af Guðlaugi, það hefur engum heilbrigðisráðherra farnast vel undanfarin ár. Hver man ekki eftir aftöku Guðmunds Árna, eða Ingibjörgu óvinsælu, Jóni rólega , og svo Sif, sem fékk ekkert að njóta sín . Eða á maður að segja að kluðra hlutunum fyrir sjálfri sér, það voru reyndar mjög dubios mál eins og bæklingar sem voru prentaðir kannski fyrir fé úr sjóði aldraðra, eða óperu tónleikar á Hjúkrunarheimilum landsins. Hef sjálf ekki orðið vör við neina tónleika, en það er ekkert að marka er ekki svo menningarleg heldur. Hef átt í fullu fangi með að framfleyta mér.
Jæja, kannski fer að virka framboð og eftirspurn á spítalanum , og við hjúkrunarfræðingar fáum hærri laun. Enda er gríðarlegur skortur á hjúkrunarfræðingum á LSh þessa dagana.
Jæja, nóg af röfli í bili. Er að hugsa um að fara sofa, enda lítur allt betur út í dagsbirtu. Kannski verð ég bara sátt á morgun.
kveðja í bili Laufey
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2007 | 00:11
Þingvellir, já hvað heldurur að ég viti ekki hvar það er?
Var að koma úr vinnu, allt rólegt eiginleg einom of. Veltumst á milli stóla og reyndum þess á milli að gera eitthvað gáfulegt fyrir sjúklingana okkar eins og að poppa og gefa þeim gos. Það reyndar mæltist einstaklega vel fyrir og allir voru anægðir.
Bróðir minn og mágkona eiga bráðlega 10 ára brúðkaupsafmæli og mundi ég allt í einu eftir skemmtilegri uppá komu í brúðkaupinu þeirra.
En þau giftu sig á þingvöllum 1997 og skírðu dóttur sína í leiðinni sem fagnaði 10 ára afmæli sínu með pomp og prakt á sumardaginn fyrsta nú í ár.
En þannig er að brúðurin er elst 3 systra, miðsystirin var þá nýlega byrjuð að vera með núverandi eiginmanni sínum og var honum einnig boðið í brúðkaupið. Hann átti að ferja yngstu systurina til þingvalla. Brúðkaupsdagurinn rann upp bjartur og fagur og tókst öllum ættingjum sem ætluðu að vera við athöfnina að koma sér þangað í tæka tíð, hver og einn á sínum bíl eins og sönnum íslendingum sæmir. þar á meðal minn elskulegi bróðir , brúðgumi dagsins. Það líður og bíður og ekkert bólar á brúðurinni né miðsysturinni eða frænku minni sem átti að skíra þennan dag. Við bíðum og bíðum og bíðum aðeins lengur,( ég var í alvörunni farin að halda að minn elskulegi bróðir hefði verið yfirgefinn við altarið) loksins eftir 50 mín kemur brúðurin og höfðu þær systur þá tafist á leiðinni við brjóstagjöf, en sú stutta vildi sinn mat og engar refjar.
En ekkert bólar á kærasta miðsysturinnar og ekki var talið ráðlegt að bíða lengur þar sem jarðaför var planeruð fljótlega eftir brúðkaupið og vildi enginn lenda í neinu samkrulli með þeirri athöfn. Athöfnin byrjar síðan og í miðjum klíðum þá hringir sími miðsysturinnar og þá er það tilvonandi eiginmaður sem segist ekki hafa fundið Þingvelli og vildi fá leiðbeiningar, hún spyr hvar hann sé og þá heyrist "jaaa við sko, erum eiginlega í Hveragerði" .
Hann fékk sínar leiðbeinigar og komst á leiðarenda þegar allir hinir voru að gera sig klára fyrir heimferð. Já , það getur verið auðvelt að villast.
Mér fannst þetta mjög fyndið, og eitthvað hefur þetta vafist fyrir systrunum því ég frétti þessa sögu ekki fyrr en löngu seinna. En það eru akkúrat svona atriði sem gera daginn eftirminnilegan og allir geta skemmt sér yfir.
Óska ég ykkur innilega til hamingju með daginn (man reyndar ekki dagsetninguna, vona að þið fyrirgefið mér það).
bæ í bili Laufey
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2007 | 22:14
lífið í vinnunni
reynslusaga, hvað finnst ykkur ?
Fór í gær í sjúkraflutning, þurfti að fylgja sjúkl. til Reykjavíkur, við komuna á Bráðamóttökuna á LSH við Hringbraut, var ég innt eftir því af vakthafandi hjúkrunarfræðingi, sem leit á mig,heilsaði ekki, þá meina ég hvorki sjúklingi né fylgdarfólki, "hvort tiltekið lyf hefði verið gefið og hvort hann væri virkilega svo slappur að hann þyrfti að koma". Ég varð bara alveg kjaft stopp, þetta sagði hjúkrunarfræðingur á vakt við mig, yfir sjúklinginn og aðstandanda hans. Hún heilsaði ekki og leit ekki á þau. Mér fannst þetta heldur kaldar kveðjur til fárveiks manns og hans spúsu. En eigingkona sjúklings beið okkar á Bráðamóttökunni. Ég vona að þetta hafi verið undantekningartilfelli í móttöku á Bráðamóttöku LSH við Hringbraut. Ég var með umslag í hendinni og sagðist vera með pappíra fyrir hana, en hún hafði ekki áhuga á að líta í þá. Sagðist með pirring í röddinni þurfa að finna herb. fyrir sjúklinginn fyrst.
Ég er hrædd um að mér hefði fundist ég óvelkomin sem sjúklingur þarna miðað við þessar móttöku.
Fyrir utan það, þá er þetta ekki ákvörðun sem ég tek né hún. Ég geri fastlega ráð fyrir læknar viðkomandi stofnanna hafi verið búnir að taka sameiginglega ákvörðun um þessa innlögn.
Ég veit að það voru vaktaskipti, en sjúklingar sem koma á þeim tíma eiga líka rétt á þjónustu.
Það sem er létt pirrandi líka er að við sem komum í sjúkraflutningabílnum, 2 sjúkraflutningamenn, og 1 hjúkrunarfræðingur, vorum ekki virt viðlits. Við þurftum að fara og leita að fólki við komuna. Sjúklingur var búinn að vera með súrefni alla leiðina og með lífsmarkamæli í gangi. Við vorum ekki einu sinni spurð hvernig líðanin hafði verið á leiðinn. Það vill svo til að eiginkona viðk. sjúklings er líka hjúkrunarfræðingur og ég lét henni í té þær upplýsingar um líðan sjúklingsins sem hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku hefði átt að hafa áhuga á að vita.
Ég held að viðkomandi starfsmaður hjúkrunarfræðingur eða ei, hefði ekki viljað fá þessar móttökur.
Vonandi stendur þetta allt til bóta á nýja hátæknisjúkrahúsinu, þar verður að sjálfsögðu nóg af starfsfólki og engur tekur pirraður á móti manni og finnst sjúklingar til óþurftar á sjúkrahúsum.
bless, bless í bili
Laufey
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2007 | 14:12
úti á landi
Jææja, loksins komin í gang aftur að skrifa.
En hef staðið í búferlaflutningum , vinnuskiptum og koma börnum í nýjan skóla o.s.fr.. Þetta er búið að vera miklu erfiðara en ég hélt það yrði. Hér á vesturlandi er nátturulega aðeins meiri vetur en í Reykjavík og ég hélt ég yrði bara alveg spinnigal í mars út af veðrinu. En hér blés af norðri og snjóaði eða var vitlaust rok og rigning annan hvern dag.
Fékk ágætis íbúð hérna að ég hélt þar til ég steig í poll eitt kvöldið í óveðrinu, þegar ég kom inn í svefnherbergið. Það sýndi sig svo þegar það ringdi hressilega þá lak á nokkrum stöðum í íbúðinn, hún var líka frekar illa einangruð og hefur loftað ansi vel í blæstrinum hérna, hef verið að kynda vel og ekki alltaf dugað til, svaf eina nóttina í flíspeysu , náttfötum og ullarsokkum.
Hélt ég yrði hreinlega að skrifa mig inn á minn fyrrverandi vinnustað í Reykjavík, þ.e. geðdeildina. Hefur nú eigandi íbúðarinnar lofað öllu fögru um að laga allt þetta í sumar, byrjuðu í apríl að skoða skemmdir á þakinu, og eftir það byrjaði að leka á nýjum stað í íbúðinni í næstu rigningu, en þar sem ekki kom pollur og handkæðið tók vel við vætunni þótti þetta ekkert tiltökumál. Er núna þakklát fyrir alla daga sem ekki rignir mikið. Bíð bara spennt eftir að húsið verði klætt og þakið lagað.
Var enda laust að skoða íbúðir og villur á spáni á hinum og þessum netsíðum fyrstu þrjá manuðina hér og munaði ekki miklu að ég gerði mig að öreiga með offjárfestingum á spáni, taldi mér trú um að þetta væri bara pís of keik að kaupa húsnæði þar. En svo fór veðrið að lagast og þá gufuðu spánardraumarnir upp (í bili).
En ég hélt geðheilsunni sem betur fer. Nú er sólin búin að skína í marga daga í röð og þrátt fyrir blástur er þetta bara orðið nokkuð gott, sumarið á leiðinni. Og húsið að þorna held ég bara.
kveð í bili
laufey
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
laufeyogsteina
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar